Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 60
154
MENNTAMÁL
Segulbandið.
BRÉF TIL MENNTAMÁLA.
Menntamálum hefur borizt eftirfarandi bréf frá námsmanni, sem
á mikið undir því, að honum nýtist naumur námstími sem allra bezt.
— Segulbandstæki eru nú svo algeng orðin, að bendingar hans kynnu
að koma ýmsum að notum, og einnig er ástæða að vekja athygli á
þörfinni að kanna skipulega nytsemi þessa merkilega tækis í námi og
kennslu heima og í skóla. Ritstj.
--------Mér varð fljótlega ljóst, að með þessu tímahraki
næði ég ekki tökum á náminu, og velti ég þessu fyrir mér
fram og aftur, þar til mér datt í hug, hvort ekki væri unnt
að létta sér námið með hjálp segulbandsins. Ég fór á stúf-
ana og fékk lánað hjá kunningja mínum segulband af
gerðinni K-B 100, ágætt tæki til notkunar í heimahúsum.
Tæki þetta hefur tvær hraðastillingar og fimm þumlunga
spólur. Ég hóf tilraunir mínar á því að lesa lexíuna inn á
bandið. Ef tekið er upp á meiri hraðanum, — en hann skil-
ar nákvæmari og tónbetri upptöku, — endist spólan um
það bil 45 mín. Á segulbandinu er skífa, sem sýnir upp á
fet, hvar maður er staddur á spólunni, og er því hægt að
merkja við kaflaskil, eða hvar sem er í bókina og hvar hvað
eina er að finna á bandinu. Bandið er hægt að hraðkeyra
í hvora áttina sem er, og er því fljótflett upp í því og auð-
velt að endurtaka kafla hvar sem er. Nú tók ég til við náms-
efnið, las það skýrt og rólega inn á bandið, staldraði við og
merkti í bókina stöðu bandsins, þar sem mér fannst ástæða
til og skaut inn athugasemdum mér til minnis og árétting-
ar, þar sem mér þótti við þurfa. Nú gat ég búið þægilega um
mig við mína heimavinnu og unnið með fullum afköstum
og beitt athyglinni óskiptri að námsefninu. Þess er rétt