Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
99
framburð. Þá reyndust \2% flámælt í lestri, en 32% sömu
barna hljóðvillt í stílum. Árin 1935—39 athugaði ég þetta
í stílum allra fullnaðarprófsbarna í Reykjavík. Þá voru
26—30% hljóðvillt. Síðasta árið þó aðeins rösklega YJ%.
Barizt var við þessa meinsemd í rituðu máli, en markviss
framburðarkennsla enn víðast skammt á veg komin.
Enn leið nokkur tími, unz kennarastéttin almennt sner-
ist til skeleggrar baráttu gegn þessum framburðarfaraldri
undir ötulli forystu dr. Björns Guðfinnssonar að undan-
genginni vísindalegri rannsókn hans. Og nú blasir árang-
urinn við 15—20 árum síðar. Flámæli er svo til horfið með-
al reykvískra unglinga. Það er að minnsta kosti ekkert
vandamál lengur í efri bekkjum framhaldsskóla. — Hér
hefur íslenzk kennarastétt unnið stóran sigur.
En hvað er þá að, fyrst sigrazt hefur verið á flámælinu?
Eftir er tafsið, óskýrleilánn, flumburmælið, málletin.
Þegar reynt er að gera sér grein fyrir, í hverju óskýr-
leiki flumburmælis felst, ber mest á tvennu: a) niðurfell-
ingu samhljóða, sem heyrast eiga í réttum framburði, b)
of litlum greinarmun stuttra og langra sérhljóða. Dæmi
hins fyrra eru t. d.: maður verður ma’ur, kaupa miðann
> kauba mi’an, auðvitað > auvida o. s. frv. Einkum virðist
ð-hljóðið í hættu.
Þegar löng sérhljóð styttast, getur svo farið, að óskyld
orð verði næstum samhljóða eða fram komi hreinar mál-
firrur, t. d. grunur verður grunnur, stynur verður stinn-
ur, orðið tekjur verður teggjur o. fl. þess konar. Greinar-
munur á einu og tveimur n-um milli sérhljóða í greini og
viðskeytum hverfur: að sækja hestana og leita hestanna
verður næstum eins, gjarnast borið fram með tveim w-um.
„Vegna áskorunar“ verður í framburði vegna áskorann-
ar o. s. frv. Skiljanlega er torvelt að kenna réttritun, þeg-
ar málfar er á þessa leið.
Það ýtir undir hina síðasttöldu skekkju, að nokkrar
raddir, sem tengdar eru starfsemi Ríkisútvarpsins, eru