Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 38
132
MENNTAMÁL
I sveitum fækkar litlu skólunum jafnt og þétt. Heimilin
voru víða á móti stærri skólum og þar með stærri skóla-
hverfum, en sú afstaða hefur breytzt á síðustu árum með
bættum samgöngum. Lögin heimila líka ríflegan styrk til
skólabíla.
Sérskólum, sem veita alls konar tækni-, iðn- og verk-
menntun, fjölgar. Þeir eru nú 71, allir staðsettir í miklum
verzlunar-, iðnaðar- eða skólahéruðum. Lögð er fram ný
5 ára áætlun um aukningu þessara skóla. Reiknað er með
180 millj. króna framkvæmdum og tvöföldun nemendatals.
í atvinnulífinu er 5 daga vinnuvika víða komin á og verð-
ur sífellt algengari. Skólinn hlýtur að fylgja þessari þróun,
og 5 daga skólavika er þegar orðin staðreynd á mörgum
stöðum í dreifbýlinu. Drög að námskrá, sem gerð hafa
verið fyrir samfellda skólann í sveitum, gera ráð fyrir
5 daga skólaviku og 38 vikna kennslu. 1 dreifðustu byggð-
arlögunum verður þó enn að halda sig við, að þrír yngstu
aldursflokkarnir komi annan hvern dag í skóla.
Námskrá samfellda skólans er ein heild frá fyrsta til
síðasta skólaárs og liggur nú fyrir til reynslu. Hægt er að
fylgja henni, þótt skólarnir hafi ekki sérkennslustofur,
stórar kennslustofur má gera þannig úr garði, að þær
samsvari að nokkru sérstofu. Þetta er nauðsynlegt vegna
þess, að eitt höfuðmarkmið laganna er að veita öllum nem-
endum, hvar sem er á landinu, því næst sömu kennslu.
Margar fyrri námskrár hafa verið óframkvæmanlegar í
smærri skólum.
I efstu bekkjum skólans er nauðsynlegt að mismuna
nemendum meira í námi en hægt er innan deildanna.
Deilt er um, hvort sú skipting skuli vera fullkomin, þ. e.
skipting í nokkrar deildir með ólíku námsefni, eða fram-
kvæmd með valgreinum og viðbótarkennslu. Ef hverjum
aldursflokk er skipt í ólíkar deildir, þarf skólinn að vera
allstór, og því er nauðsynlegt, að fræðsluheildir utan borg-
anna verði stærri en áður.