Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 38

Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 38
132 MENNTAMÁL I sveitum fækkar litlu skólunum jafnt og þétt. Heimilin voru víða á móti stærri skólum og þar með stærri skóla- hverfum, en sú afstaða hefur breytzt á síðustu árum með bættum samgöngum. Lögin heimila líka ríflegan styrk til skólabíla. Sérskólum, sem veita alls konar tækni-, iðn- og verk- menntun, fjölgar. Þeir eru nú 71, allir staðsettir í miklum verzlunar-, iðnaðar- eða skólahéruðum. Lögð er fram ný 5 ára áætlun um aukningu þessara skóla. Reiknað er með 180 millj. króna framkvæmdum og tvöföldun nemendatals. í atvinnulífinu er 5 daga vinnuvika víða komin á og verð- ur sífellt algengari. Skólinn hlýtur að fylgja þessari þróun, og 5 daga skólavika er þegar orðin staðreynd á mörgum stöðum í dreifbýlinu. Drög að námskrá, sem gerð hafa verið fyrir samfellda skólann í sveitum, gera ráð fyrir 5 daga skólaviku og 38 vikna kennslu. 1 dreifðustu byggð- arlögunum verður þó enn að halda sig við, að þrír yngstu aldursflokkarnir komi annan hvern dag í skóla. Námskrá samfellda skólans er ein heild frá fyrsta til síðasta skólaárs og liggur nú fyrir til reynslu. Hægt er að fylgja henni, þótt skólarnir hafi ekki sérkennslustofur, stórar kennslustofur má gera þannig úr garði, að þær samsvari að nokkru sérstofu. Þetta er nauðsynlegt vegna þess, að eitt höfuðmarkmið laganna er að veita öllum nem- endum, hvar sem er á landinu, því næst sömu kennslu. Margar fyrri námskrár hafa verið óframkvæmanlegar í smærri skólum. I efstu bekkjum skólans er nauðsynlegt að mismuna nemendum meira í námi en hægt er innan deildanna. Deilt er um, hvort sú skipting skuli vera fullkomin, þ. e. skipting í nokkrar deildir með ólíku námsefni, eða fram- kvæmd með valgreinum og viðbótarkennslu. Ef hverjum aldursflokk er skipt í ólíkar deildir, þarf skólinn að vera allstór, og því er nauðsynlegt, að fræðsluheildir utan borg- anna verði stærri en áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.