Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 26

Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 26
120 MENNTAMÁL legur þroskaferill barna og almenn afbrigðileg sálar- fræði. Þessar greinir eiga að vera mjög veigamikill þátt- ur í námi kennara, sem búa sig undir kennslu í almennum skólum. Nú er kennaraefnum kennt dálítið í almennri heilsufræði, uppeldisfræði og hagnýtri sálarfræði, en lítið eða ekkert í öðru því, sem nefnt var. Tilgangurinn með því að kenna sjúkdómafræði og afbrigðilega sálarfræði er ekki að kenna þeim að greina líkamlega eða andlega sjúkdóma á borð við lækna, heldur að vekja almennt skyn þeirra á sjúklegum fyrirbærum, svo að þeir hafi jafnan opin augu fyrir því, að eitthvað kunni að ganga að nem- anda, sem fylgist ekki með í námi.“ Ad. 6. Milliþinganefndin, sem undirbjó gildandi skóla- löggjöf, samdi frumvarp til laga um æfinga- og tilrauna- skóla. Þetta frumvarp var lítið breytt, fellt inn í lög um menntun kennara nr. 16/12. marz 1947. Sá kafli laganna, sem um þetta fjallar, hefur ekki komið til framkvæmda. Mjög nauðsynlegt var að koma þessari stofnun á fót, þegar lögin voru samþykkt, og nú hefur þörfin fyrir hana aukizt verulega. Kemur þetta fram í svörum sumra kenn- ara Kennaraskólans við spurningum nefndarinnar. Um gildi slíkrar stofnunar mætti enn fremur vísa til greinar- gerðar milliþinganefndarinnar, sbr. Um menntamál á Is- landi, bls. 131—133. Lögin kveða svo á, að allur kostnaður við skólann greið- ist úr ríkissjóði. Skólamálanefndin telur hins vegar, að koma ætti á samvinnu ríkis og Reykjavíkurbæjar um stofnun og rekstur skólans, með því að nemendur úr Reykjavík myndu njóta kennslu við hann. Ad. 7. I engu landi í Mið- og Norður-Evrópu er ald- urstakmark í kennaraskóla eins lágt og hér á landi. Nefndin telur rétt, að nemendur, sem lokið hafa lands- prófi miðskóla með góðri einkunn, eigi rétt til inngöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.