Menntamál - 01.08.1960, Side 26

Menntamál - 01.08.1960, Side 26
120 MENNTAMÁL legur þroskaferill barna og almenn afbrigðileg sálar- fræði. Þessar greinir eiga að vera mjög veigamikill þátt- ur í námi kennara, sem búa sig undir kennslu í almennum skólum. Nú er kennaraefnum kennt dálítið í almennri heilsufræði, uppeldisfræði og hagnýtri sálarfræði, en lítið eða ekkert í öðru því, sem nefnt var. Tilgangurinn með því að kenna sjúkdómafræði og afbrigðilega sálarfræði er ekki að kenna þeim að greina líkamlega eða andlega sjúkdóma á borð við lækna, heldur að vekja almennt skyn þeirra á sjúklegum fyrirbærum, svo að þeir hafi jafnan opin augu fyrir því, að eitthvað kunni að ganga að nem- anda, sem fylgist ekki með í námi.“ Ad. 6. Milliþinganefndin, sem undirbjó gildandi skóla- löggjöf, samdi frumvarp til laga um æfinga- og tilrauna- skóla. Þetta frumvarp var lítið breytt, fellt inn í lög um menntun kennara nr. 16/12. marz 1947. Sá kafli laganna, sem um þetta fjallar, hefur ekki komið til framkvæmda. Mjög nauðsynlegt var að koma þessari stofnun á fót, þegar lögin voru samþykkt, og nú hefur þörfin fyrir hana aukizt verulega. Kemur þetta fram í svörum sumra kenn- ara Kennaraskólans við spurningum nefndarinnar. Um gildi slíkrar stofnunar mætti enn fremur vísa til greinar- gerðar milliþinganefndarinnar, sbr. Um menntamál á Is- landi, bls. 131—133. Lögin kveða svo á, að allur kostnaður við skólann greið- ist úr ríkissjóði. Skólamálanefndin telur hins vegar, að koma ætti á samvinnu ríkis og Reykjavíkurbæjar um stofnun og rekstur skólans, með því að nemendur úr Reykjavík myndu njóta kennslu við hann. Ad. 7. I engu landi í Mið- og Norður-Evrópu er ald- urstakmark í kennaraskóla eins lágt og hér á landi. Nefndin telur rétt, að nemendur, sem lokið hafa lands- prófi miðskóla með góðri einkunn, eigi rétt til inngöngu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.