Menntamál - 01.08.1960, Page 47

Menntamál - 01.08.1960, Page 47
menntamál 141 minnkandi frá ft. 0.60, en ört vaxandi upp að + !• For- sagnargildi fylgnitölunnar 0.50 mun vera nálægt 67 %, eða tvær réttar spár móti hverri rangri. Forgagnargildi ft. 0.40 er um 63%. Það sem hér hefur verið sagt um jákvæðar fylgnitölur gildir einnig fyrir fylgnitölur lægri en 0.0. Forsagnargildi fylgnitölunnar h- 0.50 er einnig nálægt 67 % o. s. frv. II. Það er mjög mikilvægt, að sem flestir hæfir nemendur gangi menntaveginn, þ. e. leggi stund á langskólanám. Langskólanám er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt og því miklum verðmætum á glæ kastað, ef það mistekst. Það er því að vonum, að menn velti því fyrir sér, að hve miklu leyti og á hvern hátt hægt sé að velja úr þá hæfustu, sem öruggt má telja, að náð geti góðum árangri. Ákjósanleg- ast væri, að þetta val gæti átt sér stað, meðan nemendur eru sem yngstir, þannig að um leið væri komið í veg fyrir, að miður hæfir nemendur kepptu að marki, sem þeim væri ofviða. En jafnframt þessu verða menn að gera sér grein fyrir því, hver leið væri æskilegust til að takmarka þannig aðgang að hinum æðri skólum og tryggja það, að hinir hæfari verðu sem bezt hæfileikum sínum. Flestir skólamenn munu vera á einu máli um það, að naumast sé gerlegt að takmarka aðgang að skólum á annan hátt en með prófum, þ. e. gefa öllum kost á að reyna, enda brytu aðrar aðferðir í bág við hugmyndir okkar um persónu- frelsi og mannréttindi. Þetta próf yrði að vera það erfitt, að tryggt væri, að aðeins nægilega hæfir og duglegir nem- endur stæðust það. Ekki er heldur hægt að skylda hæfi- leikamenn til að leggja stund á langskólanám. Það er því nauðsynlegt, að kjör menntamanna og starfsskilyrði séu nægilega girnileg til að laða að sér allan þorra hæfra manna.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.