Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 4
Til
lesenda
MENNTAMÁL
142
Annað hefti þessa árgangs Menntamála
var helgað barna- og unglingabókum og -bók-
menntum. Þar var í forystugrein rætt um hlut-
verk bókarinnar á tímum háþróaðrar fjölmiðl-
unartækni. í því hefti, sem nú birtist, er að
finna athyglisverða grein um hlutverk barna-
og unglingabóka og aðra um uppeldisáhrif
fjölmiðla.
Þótt hending hljóti alltaf að ráða nokkru
um það, hvaða efni er fáanlegt til birtingar
í Menntamálum jafnt og í öðrum tímaritum í
fámennu samfélagi, leitast ritstjórnin við að
fylgja þannig eftir þeim umræðuefnum, sem
vakið er máls á í ritinu, og tengja hefti við hefti,
svo að ritið megi verða lesendum samfelldur
og sífelldur hvati til íhugunar mála, sem þá
varða sérstaklega.
Raunverulegt framhald og samhengi I starfi
og áhrifum Menntamála getur þó aldrei orðið
fyrir atbeina ritstjórnar einnar; hér veltur
mest á lesendum. Viðbrögð þeirra við því,
sem ritið birtir, dómar þeirra um efni þess,
viðbætur við það, andmæli gegn eða jákvæð
undirtekt við þær hugmyndir, skoðanir og til-
lögur, sem þar eru bornar fram — þetta eitt
getur I rauninni stofnað til þess framhalds-
umræðufundar um fræðslu- og skólamál, sem
útkoma hvers heftis Menntamála ætti sam-
kvæmt hugsjón ritsins að vera.
Menntamálum er ætlað að vera fagtíma-
rit; meginþorri lesenda þeirra heyrir til einnar
starfsstéttar. Þetta merkir í raun, að sérhver
lesandi hefir menntun eða þekkingu eða
reynslu til að leggja sinn skerf til umræðna
á vettvangi ritsins, þótt hógværð haldi aftur
af flestum. Um eitt er þó lesendum réttast að
halda hógværð sinni í skefjum: þeir einir vita
hvernig þeim fellur ritið, að hvaða gagni það
kemur þeim, hvað þeir hafa út á efni þess að
setja, hverra breytinga eða viðbóta þeir óska.
Lesendur Menntamála eru hér með hvattir
til að láta frá sér heyra um ritið, efni þess og
stefnu og hvaðeina, sem þeir telja máli skipta.
Slík lesendabréf yrðu ómaksvert — og auð-
velt — skref í áttina til víðtækari þátttöku
lesenda í starfsemi síns eigin málgagns.