Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 34
t
María Kjeld, heyrnleysingjakennari:
Uppeldis-
skilyrði
þroskaheftra
barna innan
skólaaldurs
♦------------------------------------------*
I þessu spjalli ætla ég að ræða um uppeldis-
skilyrði þroskaheftra barna innan skólaskyldu-
aldurs, og er þá rétt að byrja á að skýra, livað
við er átt með þroskaheftingu hjá börnum. Hér
er um að ræða þau börn, sem vegna frávika sinna
frá eðlilegum vaxtar- og þroskaferli — andlega
eða líkamlega — valda ekki sömu viðfangsefnum
og meginþorri barna einu ári yngri eða meira.
Þroskahömlun barna getur verið með ýmsu
móti, og ætla ég að nefna hér helztu afbrigðin:
Blindta og sjóndcþra veldur því, að barnið verð-
ur að afla sér vitneskju gegnum aðrar skynleiðir
en sjónina, og heftir það á ýmsan hátt þroska-
möguleika þess.
Heyrnarleysi og heyrnardeyfa sviptir barnið
möguleikum á að taka við boðum gegnum þá
skynleið, sem flest mannleg samskipti grund-
vallast á. Það alvarlegasta er þó, að mál myndast
ekki með venjulegum hætti, og hér er ekki aðeins
um talmálið að ræða, heldur vantar innra mál-
ið, og jrar með helzta verkfæri hugsunarinnar.
Málleysi eða shert rnálhœfni getur orsakazt af
fleiru en heyrnarleysi. Þar geta komið til van-
þroski eða gallar í þeirn hlutum Iteilans, sem
hafa með málið að gera. Ennfremur geta komið
til geðrænir sjúkdómar.
Greindarskorlur er afleiðing af göllum í mið-
taugakerfinu og hindrar mjög eðlileg samskipti
við umhverfið. Hömlun jiessi er æði mismunandi
eftir eðli og stigi greindarskerðingarinnar.
Hreyfihamlanir og líkamlegar fatlanir af
ýmsu tagi torvelda oft almennan þroska, þó and-
legir hæfileikar séu lítt eða ekki skertir. Að lok-
um vil ég nefna geðrænar truflanir og sjúkdóma,
og er jiað ærið margbreytilegur flokkur.
Þess er rétt að geta, að þessi þroskaafbrigði
fléttast oft saman, eitt eða fleiri hjá sama ein-
staklingnum, og er þá talað um fjölfötlun. Allar
verur, rnenn og dýr og jurtir, liafa sameiginlega
þá frumþörf, að hafa samband við umhverfi sitt
og aðrar lífverur. Barn, sem af einhverjum á-
stæðum nær ekki að liafa eðlileg samskipti við
umhverfi sitt, heftist óhjákvæmilega í þroska.
Sambandsleysi cr alvarlegasta þroskahömlun,
sem til er. Ef orsökin er líkamlegs eðlis, er oft
Iiægt að draga úr sambandsleysinu með tækni-
legum hjálpartækjum. Sé orsökin andlegs eðlis
verður að grípa til annarra ráða.
Talmálið er mikilvægasti samskiptamiðill
mannsins. Sé einhver stífla í gagnkvæmri mál-
miðlun milli barnsins og umhverfisins, liver sem
orsökin er, hefur hún gagnger áhrif á alla félags-
lega aðstöðu barnsins.
Foreldrar þroskaheftra barna eru oft ráðvillt-
ir af því að þeir vita ekki, hvernig þeir eiga að
bregðast við j)cim vanda, sem |)cim er á herðar
MENNTAMÁL
172