Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 7
hat'a þrosliagildi fyrir þau. Sömu þörf eða áhuga er unnt að svala með ýmsu móti. Góð bók getur verið eins auðskilin og skemmtileg og léleg bók. bvl miður fara þessir tveir kostir ckki ávallt saman í jöfnum mæli. Ymsar sögur og frásagnir kunna að vera vel samdar frá sjónarhóli full- orðinna manna, en geta þó misst marks. Hins vegar hefur ýmislegt, sem ritað er handa börnum, ótvírætt rnikið skemmtigildi, þótt menntunar- eða þroskagildi þess sé lítið og geti jafnvel stund- um verið neikvætt. Skemmtigildið er ekki ein- hlítur mælikvarði á bækur almennt og ekki held- ur sögur og ljóð, sem ætluð eru börnum. Það er nauðsynlegt, en ekki nœgilegt skilyrði, sem gott lestrarefni barna verður að fullnægja. Hugtakið barna- og unglingabækur spannar eins og áður er sagt yfir ákaflega vítl og að sumu leyti óafmarkað svið, allt frá myndabókum og aevintýrum handa smábörnum til bóka, sem bæði unglingar og fullorðnir menn lesa. Hér á ef lil vill við að minnast stuttlega á myndabækur handa smábörnum, þar sem mynd- irnar eru oft ekki minna atriði en textinn. Við eigum allmargar Itækur af jjessti tæi, sumar góðar, en flestar þýddar og nteð erlendum rnynd- um. Margar bækur eru t.d. til í íslenzkum bún- ingi með teikningum eftir Walt Disney. Sérstök ástæða er til að benda á teikningar f)isneys við Mjallhvít með íslenzkunt texta og fögru kvæði eftir eitt bezta skáld okkar, Tómas Guðmunds- son. Því miður er ])ók jtessi fyrir löngu seld upp. Ýmsir eru andvígir ofnolkun myndasagna, þar sem ('ill atburðarásin er sýnd í myndum, en text- inn stuttur, og halda þeir Jtví fram, að ofnotk- un mynda liefti hugmyndaflug barnanna. Þess- ar myndasögur eru rnjög misjafnar, allt frá bók- um eða heftum með lélegum texta og ólistrænum myndum til bóka og hefta, Jtar sent bæði myndir og texti eru ágæt. Úir og grúir af misjöfnum myndasögurn í sérstökum heftum, blöðum og vikuritum, sem njóta vinsælda manna á öllum aldri. Sjálfsagt getur stundum verið um ofnolk- un mynda að ræða, en ekki sé ég ástæðu til að dæma myndasögur í lieild úr leik, enda eru góð- ar myndabækur við hæfi ungra barna. Því niiður höfum við íslendingar fáuin færum mönnum á að skipa, sem hafa lagt sig eftir að myndskreyta bækur, en Jjetta getur staðið til bóta. En enn Jtykja mér íslenzkar bækur gjalda Jjessarar vangetu okkar og Jtá ekki hvað sízt barnabækur, Jtó að myndir í sumum Jjeirra séu listrænar og góðar. Eins og vænta má, er fámenn, fátæk og af- skekkt þjóð cins og við íslendingar, sem tölum og ritum þar að auki mál, sem engin önnur Jtjóð skilur, brautryðjendur um fátt. Barnabókmennt- ir og barnabækur í Jnengstu merkingu eiga sér skemmri sögu hér en á hinum Norðurlöndun- um. Varla getur talizt, að nokkrar sérstakar barnabækur hafi verið gefnar út á 18. öld, nema stafrófskver og rit um kristindómsfræðslu, en sumar bækur, sem gefnar voru út seint á öld- inni Iianda aljtýðu, lásu börn vafalaust nokkuð eða mikið. En auðvitað höfðu íslenzk börn um langan aldur lieyrl sagðar sögur: Islendinga- og konungasögur, riddarasögur, Jjjóðsögur, hlýtt á rímur kveðnar út af þessum sögum, og Jjau, sem læs voru, Iiöfðu lesið þessar bókmenntir. Margt í J)eint var við liæfi barna og unglinga, en annað ekki, og ýmsum atkvæðamiklum kennimönnum Jjóttu Jjessi rit hafa einhæf og siðspillandi and- leg og trúarleg áhrif á Jjau. En erfitt var að spyrna gegn broddunum, Jjví að sögur þessar og rímur nutu mikilla vinsælda manna. Jafnvel Hallgrím- ur Pétursson orti Jjrjá rímnaflokka. Við nútíma- menn lítum á Jjetta mál öðrum og mildari aug- uni en trúar- og menningarfrömuðir fyrri tíma, sem hugðu margir hverjir Jjessar bókmenntir liinn mesta skaðvald. Við teljum nú margar forn- sögur og Jjjóðsögur sígilda list, sem eigi erindi við unglinga jafnt og fullorðna menn. Vízt má telja, að fornsögur, riddarasögur og rímur gegndu svipuðu hlutverki og mikill hluti skemmtibóka, sem nútímaunglingar lesa með áfergju. Búning- ur Jjessara sagna er einungis annar. Lestur forn- sagna og rímnakveðskapur á kvöldvökum lagðist sums staðar ekki af fyrr en um 1920, en víða Jjar sem kvöldvökur tíðkuðust, voru á Jjessari öld jafnframt lesnar nýútkomnar bækur, sögu- söfn blaðanna, tímarit o. fl. nýlegt efni. Sumar-Giíff handa börnurn frá sra Guðmundi Jónssyni (1763 — 1836) prófasti í Árnes-Sýsslu og MENNTAMÁL 145

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.