Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 13
hálfa öld (1905-1955), um árabil (1932-1940) á vegum Rauða kross íslands. Vorid' liefur komið út nær óslitið frá árinu 1932. Aðaltilgangur barnablaða, er að flytja börnum skemnrtilegt og þroskandi efni, hvetja þau til hófsemi og hollra lifnaðarhátta. Barnablöð kristilegs efnis hafa komið út á þessari öld, og koma út enn, sömuleið- is Skálablöð víðsvegar um land, en þau eru fyrst og frernst helguð hugsjón skátalireyfingarinnar. Fjölmargra góðra barnablaða verður að láta hér ógetið. Af ársritum, sem enn koina út lianda börnum, eru hin helztu: Sólskin, barnarit Sum- argjafar (frá 1933), og Sólhvörf, rit Barnaverndar- félags Reykjavíkur (frá 1951). Hafa ýmsir menn valið efni í ársrit jiessi. Sum þeirra eru allmikið notuð í skólum, ekki hvað sízt vegna margra barnaleikrita, sem í þeim hal'a birzt (Vorið, Sól- skin, Sólhvörf o.fl.). Eldri árgangar barnablaða og ársrita cr vinsælt lestrarefni barna. Barnablöð- in hafa verið misjafnlega úr garði gerð, sum smekkleg og vel myndskreytt. Skamman aldur margra þeirra má að ég hygg aðallega rekja til fjárhagsörðugleika. Þótt við íslendingar höfum átt marga hlut- genga barna- og unglingabókahöfunda, höfum við ekki eignast höfuðsnilling á þessu sviði, sem jafnast á við beztu norræna og aðra beztu erlenda barnabókahöfunda, nema e.t.v. Stefán Jónsson. Liggja til þess ýinsar ástæður, m.a. sá óheppilegi hugsunarháttur, sem hér hefur of rnjög ríkt, að telja barna- og unglingabækur til lægri tegundar bókmennta. Frarn til allra síðustu ára hafa bók- menntagagnrýnendur hér ekki virt þær viðlits, en sem betur fer sjást nú merki þess, að þetta við- horf þeirra er að breytast. Að nokru leyti virðist mér sökin einnig vera hjá höfundunum sjálfum. Of fáir þeirra gei'a nógu háar kröfur til sín. Sak- lr þessa tvenns hafa góðir barnabókahöfundar att lítilli uppörvun að fagna og átt torveldara l|m að afla sér viðurkenningar hér sem rithöf- undar en í flestum öðrum menningarlöndum. Hér er lítið sem ekkert gert að því að leiðbeina foreldrum og öðrum um val barna- og unglinga- hóka. Þetta er alls staðar vandasamt, en hér í fámennihu sérstaklega óvinsælt. Áreiðanlega þarf listræna hæfileika til þess að semja góðar barnabækur ekki síður en skáldverk handa al- mennum lesendum. Því miður verður að kveða upp úr með það, að ófáar barnabækur eftir ís- lenzka höfunda eru ólistrænar og frekar ritaðar af vilja en rnætti. Efni meginþorra íslenzkra barnabóka ber enn mjög svip af hinu gamla bændasamfélagi. Við- fangsefna úr borgarlífinu gætir enn hlutfalls- lega lítið, þegar á heildina er litið. Islenzkir barnabókahöfundar mættu að meira marki fjalla um félagsleg vandamál unglinga nú á dög- um. Við eigum enga nýlega unglingabók, sem jafnast t.d. að þessu leyti nokkuð á við Grunn- brott eftir norska rithöfundinn Finn Havrevold. Eg er ])ó sammála Th. Egner um það, að varast beri stjórnmálapredikanir og kaldranalegar veru- leikalýsingar, einkum í bókum lianda börnum á barnaskólaaldri. Ýmsar barnabækur, sem hafa ekki náð almenn- um vinsældum, geta verið góðar og einstaka barni mjög mikils virði, og gæti ég komið með mörg dæmi þess, svo sem Ferðalanga (Rv. 1939) eftir Helga Hálfdánarson skáld (1911). Margar hinar svo nefndu klassisku barna- og unglingabækur, sem voru upprunalega ritaðar handa almennum lesendum, hafa verið þýddar á íslenzku. Hófst þetta verk á seinni liluta 19. aldar, eins og áður er sagt, og hefur því verið lialdið áfram síðan. Er þetta langur listi, og of langt mál væri að telja þær bækur og höfunda upp, enda hin sömu og með öðrum þjóðum (Dæmisögur Esóps, Þúsund og ein nótt, Ferðir Gullivers, Lísa í Undralandi, Kofi Tómasar frænda, Robinson Krúsó, höfundar eins og Dick- ens, Cooper, Marryat, Mark Tvvain, Stevenson, Kipling, Gonan Doyle, Al. Dumas, Jules Verne o.fl.). Bókaútgáfan Iðunn (Valdimar Jóhanns- son) hefur frá árinu 1962 gelið út 18 bækur eftir sígilda eða góða höfunda. Þær eru smekklega úr garði gerðar, ílestar með myndum, og vel er til þýðingar þeirra vandað. Nefnist bókaflokkur þessi Sígildar sögur Iðunriar. Bækur eftir góða norræna höfunda, eldri og yngri, hafa verið þýddar á íslenzku, svo sem H. C. Andersen, Topelius, Selmu Lagerlöf, Björn- son, allt til núlifandi höfunda, eins og Astricl MENNTAMÁL 151

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.