Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 17
raenntum og be/tu barnabókum samtíðarhöf- unda. Enginn vafi er á því, að með lestri þeirra er ekki einungis lagður grundvöllur að góðum bókmenntasmekk, heldur hafa þær að öðru leiti djúp og varanleg uppeldisáhrif. Sartre las margt góðra bókmennta jafnframt léttmetinu. Frændi hans, sem hann ólst upp hjá, hélt mjög að honum klassiskum frönskum ritum, sem voru mörg hver að miklu leyti ofvaxin skilningi Sartr- es, þótt bráðþroska og gáfaður væri. Barnseðli hans sagði þarna til sín. Þá held ég að varasamt sé að láta börn og unglinga búa of lengi og nær eingögu að bók- um, sem sérstaklega eru sarndar handa þeim. Margar hinna bezlu barna- og unglingabóka voru ritaðar fyrir almenna iesendur, eins og ég hef oft tekið f'ram. Ef börn og unglingar búa of mjög að misjöfnum tízkubókum samtiðarinnar, sem samdar eru sérstaklega handa þeim, getur það stuðlað að stöðnun í sálarlífi þeirra og orð- ið þeim þroskatálini. Yfir bókasafni háskólans í Colorado standa þessi einkunnarorð: „Who knows only hins own generation remains for- ever a cliild“: Sá, sem þekkir aðeins sína eigin kynslóð, verður ávallt barn. Þá má í þessu sambandi minna á skoðun T. S. Eliols, hins mikla skálds og merka bókmennta- fræðings. Hann taldi mjög óheillavænlegt, hve kynslóð manna eftir 1930 (hér er án efa átt við almenna lesendur og mér virðist hið sarna gilda um seinni kynslóðir) var algerlega á valdi sam- tíðarbókmennta og las þær nær eingögu, en for- tíðarbókmenntir voru henni óþekktur og lokað- ur heimur. Með þessu móti fara menn á mis við mörg þau bókmenntagildi, sem er ekki að finna í nútímabókmenntum. Skerðir þetta dýpt og þroska persónulcika lesendanna.6) Þetta sjónar- mið er vissulega íhugunaryert og hallast ég að því, að Eliot halði í þessu rétt fyrir sér. Við íslendingar einir höfum sérstöðu meðal vestrænna menningarþjóða livað langt bók- menntasamhengi snertir. Ritmálið hefur breytzt svo lítið, að börnum og unglingum eru vel skilj- 6) T. S. Eliot: Religon and Literature (1935). í: Se- lected Prose. Penguin Books 1953, bls. 41—42. anlegar bókmenntir frá 13. öld, þegar þær eru færðar til nútímastafsetningar, og sízt torskild- ari en ýmsar samtímabókmenntir. Til saman- burðar rná geta þess, að nútíma Frökkum og Englendingum eru að ég liygg sízt auðveldari til lestrar rit frá 17. öld, Spánverjum og ítölum frá seinni hluta 16. aldar og Dönurn og Svíum sennilega frá 18. öld. Hið bezta í fornsögum okkar er sígild hálist (grande art classique), sem börn og unglingar mega ekki fara á mis við. A okkur hvílir sá vandi og sú vegsemd að gæta þessarar arfleifðar; hún má ekki íþyngja okkur né lama sköpunarmátt okkar, heldur verðurn við að ávaxta hana, svo að hún verði lifandi afl í menningarlífi okkar og frjóvgi það og dýpki. Hver kynslóð leggur sitt sérstæða mat á bók- menntir fortíðarinnar, engar tvær kynslóðir lifa og túlka fortíðina á sarna veg, hver kynslóð vel- ur það úr arfi fortíðarinnar, sem hún telur hafa mest gildi fyrir sig. Fornsögur okkar, sem sígild- ar eru, úreldast ekki og heilla börn og unglinga á öllum tímurn að því er virðist. Þær eiga erindi við hverja unga kynslóð, en þó ekki hið sama erindi við neina þeirra. í nýútkominni samtals- bók við Halldór Laxness í tilefni af sjötugsaf- rnæli hans ræðir hann um hættuna á því, að við glötum tungu okkar í nábýlinu við fjölmennar þjóðir, eins og mörg dærni eru til um smáþjóð- ir-7) Matthias: „En íslenzka þjóðin hefur sterka arfleifð og miklar bókmenntir að styðjast við. Getur það ekki verið okkar styrkur?" Halldór: „Jú, ef menn hafa ánægju af að lesa gullaldarbókmenntir, annars ekki.“ A þessu svari, sem varðar tilveru íslenzkrar menningar, vil ég enda þessar hugleiðingar mín- ar. 7) Halldór Laxness og Matthías Jóliannessen: Skegg- ræður gegnum tíðina. Reykjavík. Helgafell MCML XXII, bls. 63. MENNTAMÁL 155

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.