Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 6
og unglingar hafa slegið eign sinni á þær, og eru
þær mx a.m.k. meðfram gefnar út sérstaklega
handa þeim. Sum þessara rita eru þá stytt eða
endursögð. Þriðja atriði bætist hér við. í ljós
kom m.a. af könnun, sem ég gerði á óvöldu úr-
taki nær 1700 nemenda 10—15 ára í Reykjavík
1965, að lestrarefni 14 og 15 ára unglinga var að
því er ætla má að verulegu leyti hið sama og al-
mennings upp og ofan: fróðsleiks- og skemmti-
efni, bæði bækur, sem auðveldar eru aflestrar,
ástarsögur, leynilögreglu- og glæpasögur, ferða-
sögur, æviminningar, alþýðlegar fræðibækur,
viku- og mánaðarrit og heimilistímarit með
blönduðu og margskonar efni, sem ætlað er al-
mennum lesendum, en ekki unglingum sérstak-
lega. Bókmenntir handa börnum og unglingum
eru þá í þessurn skilningi allt það lesefni, sem
þau hafa gaman af að lesa og er við þeirra hæt'i,
hvort sem það er samið og gefið út sérstaklega
handa þeim eða ekki. Mörkin milli barna, ungl-
inga, ungfullorðinna manna og fullorðinna
eru óafmörkuð og óglögg og eykur það á þann
vanda að skýrgreina bækur og bókmenntir lianda
börnum og unglingum.
Þessar tvær tegundir skýrgreininga eru báðar
rúmar og hvorug felur í sér bókmenntalegan,
fagurfræðilegan og menningarlegan gildisdóm.
Án efa eru sumar barna- og unglingabækur lítils
eða einskisvirði. Um höfunda þessara rita gildir
hið sama og um aðra höfunda, að þar er mis-
jafn sauður í mörgu fé, og sumt væri betur órit-
að en ritað, og hið sama gildir um frjálsan lest-
ur barna utan við þau rit, sem eru sérstaklega
samin handa þeim. Sumt væri sennilega betur ó-
lesið en lesið.
Hugtakið barna- og unglingabókmenntir er
nátengt kvikmyndum, útvarps- og sjónvarpsefni,
svo og lestrarbókum barna og unglinga í skólum.
Lestrarbækurnar gegna sérstæðu og afar rnikil-
vægu ldutverki, menningarlegu og uppeldis-
legu, og verður ekki hjá því komizt að leggja á
þær gildisdóm. Öll biirn á skyldunámsstigi i sveit
og bæj um liafa hér sömu lestrarbækurnar í skól-
anum, og reynt er að sníða elni þeirra við hæfi
beggja kynja. Þar kynnast mörg börn fyrst sí-
gildum bókmenntum þjóðar sinnar bæði í lausu
máli og bundnu. í þeim eru einnig sögur um
börn og lianda börnum á ýmsum aldri. Hins veg-
ar er mjög gagnlegt og jafnvel óhjákvæmilegt, að
góðar og sígildar barna- og unglingabækur og
önnur hentug rit við hæfi nemenda á ýmsum ald-
ursskeiðum séu gefin út sérstaklega handa þeim
og þeir hvattir eða jafnvel skyldaðir að lesa ein-
Itver þeirra, ýmist sjálfstætt eða með leiðsögn
kennara. Slík rit ber frernur að nota sem við-
auka við lestrarbækur en ætlast lil þess, að þau
geti kontið í þeirra stað nema að takmörkuðu
leyti.
Því hef ég rætt um lestrarbækur, að til efnis
þeirra er allsstaðar vandað eftir föngum, öll börn
lesa þær, þær eru miðaðar jafnt við bæði kyn.
Þær eru aðallæki kennara til þess að glæða bók-
menntaþroska nemenda og því líklegt, að þær
hafi meiri eða rninni áhrif á tómstundalestur
þeirra.
Ekki verður hjá því komizt að leggja menning-
arlegt, Irókmenntalegt og siðferðilegt mat á lestr-
arefni barna- og unglinga. Skiptast hér að vonurn
nokkuð skoðanir, en flestir munu vera sammála
um tvö eftiriarandi meginskilyrði, sem goll
lestararefni barna- og unglinga verður að full-
nægja.1)
1. Lestrarefnið verður ávallt að vera í samræmi
við áhugamál, skilning og þroska barna á hverju
aldursskeiði. Gagnlaust er að halda að þeim
bókum, sem þau hafa ekki gaman af, jafnvel
skaðlegt, því að það getur myndað nteð þcim
varanlegt ógeð á lestri almennt, sérstökum höf-
undum eða bókmenntagreinum. Ef barnið getur
ekki notið þessara rita er lestur þeirra ótímabær.
Lestrarefnið verður framar öllu að hafa skemmti-
gildi fyrir barnið og lwfða til einhverra áhuga-
mála þess.
2. Það er ekki nóg, að börnum þyki lestrar-
efnið skemmtilegl, heldur verður það einnig að
1) Sjá um þctta ritgerð mína: Börn og bækur. Skírnir
1963, bls. 72. Á nokkrum stöðum er stuðzt við þessa
ritgerð án þess að þess sé sérstaklega getið. Annars
er grein þessi að stofni til erindi, sem ég flutti á
dönsku hinn 23. júní á fimmta þingi norrænna barna-
og unglingabókahöfunda, höldnu í Reykjavík dag-
ana 23.-25. júní 1972.
MENNTAMÁL
144