Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 32
ist, njóti sín, uni sér eins vel og skyldi? Tóm- stundir manna hér á landi aukast í sífellu, og þörfin á ómaksverðri tómstundaathöfn er orð- in brýn. fafnframt verðum við þess vör að mikill hluti þjóðarinnar — og þá ekki sí/.t nemendur — finna til vanmættis síns og áhrifaleysis um stefnu og stjórn í samfélagsmálum. í flestum menntaskól- um okkar er lýðræði að einhverju marki — en hversu virkt er það í rauninni? Sem kennari í tilraunamenntaskóla hefi ég átt þess kost að sjá með eigin augum hversu erfitt er að koma skóla- lýðræði á fót. Það er sem sé ekki nóg að koma á lýðræðislegu skipulagi sem veitir kennurum og nemendum formlegan eða raunverulegan mcð- ákvörðunarrétt. Slíkt er aðeins ytra skilyrði. C)g þegar því skilyrði er fullnægt koma djúpstæðari eríiðleikar í ljós. Flestum nemendum finnst nefnilega að þeir séu eftir sem áður „firrtir", þ.e.a.s. þeim finnst að ákvarðanir bæði innan skcilans og í samfélaginu í heild séu teknar þar sem þeir ná alls ekki til. Þeim finnst þeir engu máli skipta, eru sannfærðir um að þcir geti alls ekki Iátið til sín taka á heildarvettvangi. Með öðrum orðum, þeii’ eru óvirkir af því að þeir eru sér ])ess ekki meðvitandi að |)ar sem lýðræði rík- ir hejir manneskjan — samkvæmt sjálfri hugsjón lýðræðisins — tök á að orka á umhverfi sitt. Við erum nefnilega alls ekki viin því að lýðræðið brenni á okkur sjálfum. Ef við þurfum að velja, skjótum við okkur undan því; sé okkur gefið sjálfræði, skrópum við frá ábyrgðinni; ef við störfum í hópum (en slíkt er starfræn afleiðing lýðræðisskipulags), finnum við hversu auðvelt er að láta aðra um frumkvæðið eða þá að drottna sjálfur yfir öðrum; í stuttu máli, við finnum Iiversu erfitt það er að koma á sannri tryggð og trúnaði við aðrar manneskjur. í þessu eiga, að ég held, kennarar og nemendur sammerkt. Við verðum að reyna að koma á skóla sem leggur sig fram um að breyta því ástandi sem hér hcfir verið lýst. Það þýðir að við verðum að til- einka okkur ný viðhorf l)æði til okkar sjálfra og til annarra manneskja. Viðhorf eru venjur sem greiptar eru djúpt í bæði tilfinningalíf okk- ar og hugsanalíf, svo að við getum ekki væn/t neinna skyndibréýtinga. Og hvert í ósköpunum ættum við að sækja það sem til þess þarf að koma á þessum nýju viðhorfum hjá nemend- um? Við getum víst verið sammála um það að sið- ferðisprédikanir og velviljaðar fortölur koma að litlu haldi. Við þurfum citthvað sem ristir dýpra, eitthvað sem kemur okkur við, eitthvað sem hrærir við innsta kjarna okkar, sjálfskenndinni sjálfri. En livar er að finna þann uppeldisgrund- völl sem hér er um að ræða? í leiklistinni, segi éS■ Leiklistarathöfn varðar l>æði almennar upp- eldishugmyndir og lýðræði. Leiklist er uppeldis- grundvöllur. Ef við viðurkennum það, losum við okkur algjörlega við það sjónarmið sem ein- bindur leiklistarstarf við árlega leiksýningu nem- enda. Leiklistarstarf í skóla hefir verið skilgreint sem „æfing í því að lifa“, og í þeirri skilgrein- ingu á fyrirsögn þessarar hugleiðinga upptök sín. Því hvað er leikur annað en „æling í því að lifa?“ Leikur er talinn eðlilegur og ómissandi fyrir þroska allra barna, og sálfræðingarnir hafa meðal annars skilgreint ,,leik“ sem „hlutverka- leit.“ Enginn virðist draga það í efa að fyrir þroska og sjálfsleit barnsins sé mjög mikilvægt að það fái tækifæri til þess, án allrar ábyrgðar, að „vera“ hitt og þetta eða hinn og þessi. Með því móti prófar barnið hina ýmsu kosti sem því standa til boða — kemst að jn í hvers konar mann- eskja það vill verða. Kennslugreinin leiklist leyfir nemandanum að verða aftur lwmo ludens — hinn leikandi mað- ur. Hann stendur þar ,,í þykjustunni” frammi fyrir lýðræðislegum vandamálum og fær í verki innsýn og æfingu í lausn þeirra. í æfingum og í leik af munni fram kynnist hann aðstæðum og manngerðum innan lrá og sér sjálfan sig í virk- um tengslum við þær. Án allrar ábyrgðar fær liann tækifæri lil að reyna ýmsar lausnir á vanda- málum sínum með því að leika þær fyrir félaga sína og nteð þeim. Það kemur sífellt í ljós að hér er um að ræða gagntakandi leið til að æfa sig í lýðræðislegri hegðun. Ef einhver kennarabrún skyldi þegar hér er komið sögu yppast af furðu eða fyrirlitningu: MENNTAMÁL 170

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.