Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 8
Sóknar-Presti til Ólafsvalla á Skeiðum, Leirár-
g0rðum við Leirá 1795, 172 bis., auk 6 bls. for-
mála eftir Magnús Stephensen, má með fullurn
rétti telja fyrstu barnabókina, sem kom út á
íslenzku, þegar undanskilin eru stafrófskver og
kristindómsfræðslurit í lausu máli og bundnu,
eins og Barnaljóð síra Vigfúsar Jónssonar (1711
— 1761), Kaupmannahöfn 1780. Þetta er lítið
kver, trúarlegs og siðgæðislegs efnis. Jón konfer-
enzráð Eiríksson, systursonur itans, lét prenta
það. Sumargjöfin er þýzk að uppruna: Zeitver-
treib und Unlerricht fúr Kinder. Hún var gefin
út nokkrum árum seinna, 1790, 1 styttri danskri
þýðingu eða endursögn í Óðinsvéum í Dan-
mörku: Tidsfordriv og Undervisning for B/rn
fra deres femte til deres tiende Alders Aar, i
srnaae Historier.
Síra Guðmundur, sem var hinn mesti gáfu-
og lærdómsmaður, þýddi og endursagði bókina
eftir hinni dönsku útgáfu hennar. Hún er löguð
að íslenzkri menningu og landsháttum. Hann
reynir að sníða málið við liæfi barna, allmörgu
er sleppt úr, sem á ekki erindi við íslenzk börn,
og ýmsu aukið við. Magnús Stephensen las yfir
handrit síra Guðmundar, stytti það og gerði á
því ýmsar breytingar, sem hann hugði vera hag-
kvæmar og til bóta.
Sögurnar hafa flestar á sér blæ siðgæðis og
nytsemdar, og kennir þar anda upplýsingarstefn-
unnar. T.d. er þar hainlað öfluglega gegn hjá-
trú og reynt að finna einfaldar eðlilegar skýr-
ingar á fágætum eða dularfullum fyrirbærum,
einkum í köflum, sem fjalla um reimleika, bls.
40-62.
Nokkru síðar komu út Qyfíld-vókurnar 1794.
Samanteknar af Dr. Hannesi Finnssyni. Leirár-
g0rðum við Leirá. I. bindi 1796 og 2. bindi 1797.
í báðurn bindunum eru langir kaflar sérstaklega
ætlaðir börnum: í 1. bindi XXIV, bls. 160—193.
Gleði handa B0rnum. Einn Flockur. í 2. bindi,
LVIl-LVIIl, bls. 75-138. Góð B0rn eru For-
eldranna bezt auðlegð. Gleði handa Bþrnum í
tveinr Flockum.
Þessir flokkar eru að mestu í samræðu- eða
leikritsformi, og koma þar allmargar persónur
fram. Ætlazt er til, að vel læs og skörp ungmenni
„géti æft sig á að fullkomnast í út-tali og nátt-
úrlegum, seimlausum lestri.“ Formáli bls. XXIV.
Auk þess eru ýmsir jtættir þessara bóka við hæfi
barna og unglinga, gátur, sögur og ævintýri.
Merkast er ævintýrið Urn skrýmslið góða (2. bindi
bls. 155—178), og nýtur jtað enn vinsælda barna.
Nútímamönnum mun mörgurn þykja einkenni-
legt, að það er ekki i bálkum þeim, sem börnum
eru ætlaðir. Ævintýri þetta, La belle ct la bélc
er þýtt og endursagt úr Magasin des enfans, sem
frú Jeanne Marie Leprince de Beaumont gaf út
1757, en það er eldra að stofni til. Hel'ur Hann-
es sennilega þýtt ]>að og endursagt beint úr
frönsku, því að hann var ágætur frönskumaður.
Ævintýrið um skrímslið góða er heimsfrægt.
Það hefur verið birt síðar í annarri og styttri
endursögn á íslenzku, í Samleslrarbók Stein-
gríms Arasonar, Rv. 1926, og var sú endursögn
tekin upp í Segðu mér söguna aftur, sem Geir
Jónasson bókavörður gaf út, Rv. 1949, Ævin-
týrið hefur verið kvikmyndað erlendis.
Hannes Finnsson biskup (1739—1796) liafði
gengið frá handritinu 1794.
Formáli Hannesar biskups að fyrra bindinu er
hinn merkilegasti. Þetta eru bækur ætlaðar al-
þýðu, og gleymir hann þar ekki börnunum: „Eg
vil ei láta Guðs orða lestur vera þeim straff, eða
svo lángann í einu, að hann olli þeirn leiðinda,
ei heldur mega þau rekast til lians aldeilis var-
búin, heldur lockast og yfirtalast til hans og liann
gi0rast svo þægilegur, sem niögu legt er, svo þau
lángi til lians. En þar þessa cr varla að vænta,
meðan þau ei eru búin að fá skinbragð á hon-
um, þá er mitt ráð, að kénna b0rnum ei hinn
fyrsta bóklestur á Guðfræðis-bækur, heldur smá-
s0gur, auðskilin heilræði og þvílíkt, t.d. Sumar-
giéf handa bfirnum sem er yl'rið góð og þægi-
leg bók til barna uppfræðingar". 1. bindi bls.
XXII-XXILI.
Eg hef gerzt svo fjölorður um þessar fyrstu
barnabækur, sem út koniu á íslenzku, vegna þess,
að Jtær eru almenningi lítt kunnar. Raunar eru
Kvöldvökurnar ekki einvörðungu barnabók,
heldur ætlaðar almenningi, en unglingar rnunu
Jtó hafa liaft gagn af meginefni þeirra. Að saman-
tekt og útgáfu bókanna stóðu fremstu mennta-
MENNTAMÁL
146