Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 22
við' að örva tjáningarhæfnina, hæfni til að iilnsta og skrifa niður athugasemdir, og jafnframt verða nemendur livattir til að vinna sjálístætt. Með tilliti til þróunar þjóðíélagsins verður nemendum ætlað að spreyta sig á mismunandi samstarfsaðferðum — m.a. álíka þeim sem tíðk- ast í félags- og nefndarstarfi og í pólitísku sam- iiengi. Bent er á að þrýstingur frá efri skólastigum muni nú fá áhrif seinna og því eru einkunnir af- numdar í næstum öllum barnaskólum. Jafnframt er horfið frá hinum gömlu lágmarkskröfum, en í staðinn koma „rammeplaner" í einstökum greinum. Hætt er að afmarka og skipta náms- efni nákvæmlega, en starfssvið og efni fyrir þrjá árganga afmarkað í einu lagi, og gerð grein fyrir að ekki skuli fara í allt efnið, unnt er að velja innan þess. Einnig er iiætt við áðurnefnda „kursplandel- ing“, og í staðinn komið á því sem kallast „tempo- differentiering", þar sem nemendur geta valið í einstökum greinum um tvö stig með mismunandi kröfum sem einkum greinast með tilliti til liraða í yfirferð. En lögð er áherzla á að af þeim sök- um sé enginn nemandi útilokaður frá framhalds- námi, þar sent á 10. skólaári, sem er frjálst, er unnt að ljúka hæsta stigi. Að síðustu er vikið að uppeldis- og kennslu- fræðilegum viðhorfum: mismunandi verkefnum, einstaklingsbundinni kennslu, notkun nútíma kennslutækja Jjar sem m.a. er minnzt á bækur sem notaðar eru einu sinni og námsefni sent nem- endur vinna sjálfstætt með (selvinstruerende materiale). í Danmörku kemur 9 ára samfelldur skóli Það er sérkenni danska skólans að bæjar- og sveitarfélög ráða meira um starf hans og stjórn en annars staðar á Norðurlöndum. í rauninni er ekki um bein ríkisafskipti að ræða nema varðandi próf. Það eina sem annars er bindandi fyrir fræðsluyfirvöld á landsbyggðinni, er almenn lagaákvæði um markmið og starf skólans. Náms- skrár sem sendar eru frá fræðsluyfirvöldum rikis- ins, á aðeins að skoða sem tillögu er síðan má byggja á sérstakar námsskrár í hinum ýmsu bæj- ar- og sveitarfélögum. Eiginlega er því ekki um að ræða það sem kalla má „undervisnings- plan lor lólkeskolen". Á hinn bóginn hefur „undervisningsvejledn- ing for folkeskolen" (oftast nefnd: Den blá Be- tækning) sem unnin var af námsskrárnefnd á vegum menntamálaráðuneytisins samhliða laga- breytingum 1958, haft mikil áhrif á skólaþró- unina á sjöunda áratugnum. Námsskrárnefndin sem nú situr virðist einkum hafa það verkefni að undirbúa nýja lagasetn- ingu og er nú að vinna að tillögum til Þjóð- þingsins og ríkisstjórnarinnar um breytingar á meginmarkmiðum skólans, sem hljóta að fylgja breyttum þjóðfélagsaðstæðum (pólitískum, fé- lagslegum og efnahagslegum). Einnig er fjall- að um þær breytingar á skólastarfinu og skóla- kerfinu sem hljóta að fylgja í kjölfar breyttra megi n markm i ða. Væntanlega verða eftirfarandi meginsjónar- mið ráðandi við þær breytingar sent verið er að undirbúa: 1. Lengd fræðsluskylda (9 ár). Þótt yfirgnæf- andi meirihluti nemenda sæki skóla af frjálsum vilja eftir 7. bekk, þykir nú tíma- bært að innlima efstu bekkina í skyldunám- ið. Helztu ástæður eru, að menn vænta þcss að fá þannig hagkvæmara kerfi og dreifingu efnisins og í öðru lagi virðist það „frelsi“ sem nemendur hafa til að hætta námi eftir 7. bekk, leiða til félagslegrar mismununar. 2. Niu ára samfelldur skóli. Ætlunin er að í stað núverandi skiptingar í „en boglig og en praktisk linie“ eftir 7. bekk, komi óskiptur skóli — a.m.k. að 9. skólaári. í stað þess að skólinn skipti nemendunum á námsleiðir, má vænta þess að þeim bjóðist valkostir. Lögð hefur verið áherzla á að skólinn eigi ekki að vinna að sérhæfingu of fljótt, t.d. með undirbúningsnámi fyrir ákveðin störf. í umræðum um skólamál hefur mátt greina MENNTAMAL 160

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.