Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 29

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 29
tiJ að nota að ráði, en þau eru gagnleg, þegar um er að ræða tilfinningalegar truflanir, sem leiðbeina á um eða taka til meðferðar. Viðtöl eru þó sennilega mest notaða aðferðin, bæði við- löl við foreldra til að leita upplýsinga, og barnið sjálft til að kynnast því, svo og ýmsa aðra, kenn- ara, lækna, fóstrur, sem ltafa haft barnið áður á leikskóla, og ýmsa fleiri. Þá er að sjálfsögðu nauð- synlegt að vita kunnáttustig barnsins í ýmsum greinum miðað við meðallag barna á sama aldri, svo og eðli kunnáttugalla t.d. í lestri. Aðgerðir til úrbóta geta verið margar. Áþreif- anlegar aðgerðir, svo sem flutningur í sérskóla, lijálparbekk eða heimavistarskóla eða þá útveg- ttn stuðningskennslu vekja gjarnan mesta atliygli og eru skoðaðar sem merki þess, að eittltvað sé þó gert, sem um munar. Hinar ósýnilegu aðgerð- ir, sem fólgnar eru í viðtölum og miða að því að auka skilning margra aðila, kennara, foreldra, barnsins o. fl. á vandamálunum, og fá þá til að rneðltöndla það réttilega, eru þó í mínum aug- um oftast merkilegri og að sínu leyti ekki árang- ursminni. Þær eru líka kostnaðarminni, ef þær takast, en þær eru því aðeins framkvæmanlegar, að sálfræðideild liafi allmiklu vel menntuðu starfsliði á að skipa. í þessu sambandi vildi ég ræða starf liinna almennu kennara skólanna og samvinnu sálfræð- inga við þá. Segja má, að samstarf við kennara liafi byrjað strax og Sálfræðideild tók til starfa, enda væri starfsemin nær óltugsandi án þess. Sálfræðingar sátu þó mest á skrifstofu sinni og lröfðu samband við kennara símleiðis. Ég fann strax, að þetta voru gagnleg og nauðsynleg við- töl, og þau gátu oft verið löng, 15—45 mín., því að venjulega kom í ljós, að kennari lrafði áliuga, gat frá mörgu sagt, sem fengur var að, og var akafur að ræða úrræði til lióta, livernig liann gæti farið að o.s.frv. Mörgurn kennurum varð ég vel kunnugur gegnum síma fyrstu starfsárin, þó að t'g sæi þá aldrei. Þess skal geta, að kennari útfyll- tf venjulega lítið eyðublað frá Sálfræðideild og gefur nteð því upjrlýsingar um barn, sem vísað er hl rannsóknar. Eru þær venjulega til mikillar hjálpar, því að kennari, sem kynnzt hefur barn- *uu í starfi, getur margt upplýst, sem vart verður vitað á annan veg. Það var alltaf ósk okkar, að geta farið meira út í skólana til að ræða við kenn- arana og kynnast starfinu þar. Af þessu gat orðið, þó í smáum stíl væri, er liði fjölgaði á Sálfræði- deild um 1968—1969. En þá reyndum við að koma hálfsmánaðarlega í livern skóla og dvelja þar allt að hálfum degi í einu, liver í sínum skóla. En þeim var skipt rnilli starfsmanna. Sjálfur hef ég liaft mikið gagn af heimsóknum í skólana og lært margt af þeirn, bæði varðandi kennslu, nárns- skrá og starfsaðferðir kennara. j\uk þess er mun betra að tala við kennara og skólastjóra beint en gegnum sírna um nemanda, sem er í athugun, þann veg gerist skólinn þátttakandi í athugun sálfræðings og hvor styður annan. Þetta sam- starf þarf því að efla, og það mun hafa áhrif á viðhorf og starf kennara almennt, og liefur þegar gert það að einhverju leyti. Mér virðast kennar- ar nú miklu opnari fyrir því að leita orsaka að vandkvæðum nemenda sinna og leita leiða til að meðhöndla þá á fleiri vegu, en var fyrir 10—15 árum. Ég held þannig, að geðverndarsjónarmið hafi komizt að og muni komast meira að í kennsl- unni sjálfri, ekki sízt ef sálfræðingar auka sam- starf við kennarana, enda hafa þeir sjálfir margt al' kennurunum að læra. Samt sem áður þarf sál- fræðiþjónustan að vera nokkuð sjálfstæð stofn- un utan skólans. Það undirstrikar hlutleysi henn- ar, foreldrum og börnum finnst betra að konta til athugunar á annan stað en í skólann sjálfan, ekki sízt, ef um er að ræða einhverja ásökun í garð skólans eða ósamkomulag. Staða sálfræð- ings sem sáttasemjara er þá líka miklu sterkari, ef hann er ekki skoðaður sem einn af starfsmönn- um viðkomandi skóla. Samvinna sálfræðinga við skólana hefur ann- ars leitt af sér nýja aðferð, sem oft gefst vel, en það er sameiginlegt. viðtal foreldris, kennara, sál- fræðings og jafnvel nemanda um tiltekið vanda- mál, bæði til skýringar á því og til að leita lausn- ar. Ég lief reynt nokkur slík viðtöl, samstarfs- menn mínir líka, og þetta reynist stundum mjög jákvæð leið. Mest á það við um stálpuð börn og nemendur á unglingastigi. Þegar minnzt er á unglingastig, er annars leitt að þurfa að viðurkenna, að Sálfræðideild hefur MENNTAMÁL 167

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.