Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 39

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 39
hann þar aS ritstörfum og rannsóknum og rit- aði þrjár bækur á þýzku auk tímaritsgreina. Má af þessum ferli hans og frama ráða, að þar var enginn meðalmaður á ferð. Síðustu árin í Þýzkalandi munu hafa orðið Matthíasi og fjöl- skyldu hans þung í skauti sakir heimsstyrjald- arinnar, og lýsir hann þeim hörmungum í bók- inni Lokuð sund, sem kom út 1946. Að styrjöldinni lokinni fór hann heim til ís- lands með fjölskyldu sína. Starfaði hann á veg- um menntamálaráðuneytisins ásamt aðstoðar- mönnum að stöðlun greindarprófa. Komu greindarpróf hans út 1956: Greindarpróf og greindarþroski. Verk þetta er mjög vandlega unnið, í senn brautryðjanda- og grundvallarrit á íslenzku um þessa grein sálarfræðinnar. Árið 1957 var Matthías skipaður prófessor í uppeldisfræði við Háskóla íslands og hefur hann gegnt því starfi síðan, en frá 1952 hafði hann þar á hendi stundakennslu í uppeldis- fræði. Aðbúnaður allur að kennslu og rann- sóknarstörfum í uppeldisfræði og sálarfræði við háskólann hefur allt til þessa verið hinn bágþornasti, þótt úr því hljóti nokkuð að rætast bráðlega, eftir að kennsla í sálarfræði hefur verið tekin upp til B.A.prófs. Veit ég, að Matt- hías hefur tekið nærri sér að geta ekki komið þeim málum í betra horf, þrátt fyrir einbeitni sína og harðfylgi. En samt sem áður hefur hon- um auðnazt að semja mörg og mikil fræðirit, sem bera vitni óþrotlegri elju hans, víðtækum lærdómi og ríkri rannsóknarhneigð. Mun ég ekki telja þau upp í þessari stuttu grein, en læt mér nægja að geta þess, að á síðustu fimm árum hefur hann sent frá sér tvö veigamikil fræðirit, Mannleg greind, 1967, um 300 bls. og Nám og kennsla, 1971, rúmar 300 bls. Þykir mér einna mest til þeirra koma af öllum bók- um hans og þær vera bezt ritaðar. — Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga 1959. Ég held, að ég móðgi engan, þótt ég leyfi mér að fullyrða, að fáir menn hafi hafið kennsluferil sinn í heimspekideild Háskóla íslands með traustari menntun en prófessor Matthías. Til kennslu sinnar hefur hann ávallt vandað mjög, hún hefur aldrei verið neitt létt- meti. Þá hygg ég, að fáir hafi gert sér meira far um að slá ekki af þeim menntunarkröfum, sem gera verður til stúdenta. Þetta viðhorf stangast auðvitað ekki á við viðleitni til þess að bæta og endurnýja kennsluhætti, eins og glöggt kemur fram í ritum prófessors Matthíasar. Hann hefur og verið einn ákveðnasti talsmaður þeirrar skoðunar, að hver háskólakennari eigi að hafa aðstöðu til þess að hafa rannsóknar- störf á hendi og að honum beri jafnframt skylda til þess að neyta þessarar aðstöðu sinn- ar. Svo sjálfsögð sem þessi stefna er, fer því fjarri, að henni sé nægilega vel fylgt fram hér við háskólann. Vofir þá sú hætta yfir, að jafn- vel efnilegir menn verði stirðnaðir kennslu- þrælar. Þótt íslenzkir háskólakennarar séu mun verr launaðir en starfsbræður þeirra á Norðurlönd- um, hefur prófessor Matthías aldrei fallið í þá íreistni að sóa hinni miklu orku sinni í óskyld störf, heldur beint henni að uppeldisfræði og uppeldisstörfum. Læt ég mér nægja að benda á hið mikla og óeigingjarna starf, sem hann hefur unnið í þágu barnaverndarfélaga, en hann var forgöngumaður um stofnun þeirra, og hafa þau vissulega mörgu góðu til leiðar komið. Matthías er kvæntur þýzkri konu, cand. mag. Gabriele, f. Graubner, hinni myndarlegustu húsmóður. Er mjög ánægjulegt að koma á heimiii þeirra og njóta alúðlegrar gestrisni þeirra. Frúin talar ágæta íslenzku og hefur lag- að sig vel að menningarháttum okkar. Þau hjón eiga fjögur uppkomin börn, sem hlotið hafa góða menntun og eru hin mannvænleg- ustu. Þótt prófessor Matthías sé orðinn sjötugur, er ekki að sjá, að elli saki þennan gamla sjó- garp, enda mun hann gegna embætti sínu við háskólann í vetur. Um leið og ég þakka honum langt og ánægjulegt samstarf óska ég þess, að íslenzka þjóðin megi enn um skeið njóta atorku hans til góðra verka. Honum sjálfum og fjölskyldu hans árna ég allra heilla. Símon Jóh. Ágústsson. MENNTAMÁL 177

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.