Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 19
ÁLYKTANIR Fimmta þings norrænna barna- og unglingabókahöf- unda, er haldið var í Norræna húsinu í Reykjavík 23.— 25. júní 1972. 1. Fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda krefst þess, að Norræni menningarsjóðurinn verði efldur svo, að honum auðnist að veita fé til sam- norrænna verkefna á sviði menningar fyrir börn. 2. Fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda, haldið í Norræna húsinu í Reykjavik dagana 23.—25. júní 1972, leggur áherzlu á mikilvægi þess, að þýðingarmiðstöðvarmálið nái fram að ganga, og bendir jafnframt á málfarslega sérstöðu Færeyinga, Finna, Lappa, Grænlendinga og íslendinga. Ennfremur vekur þingið athygli á nauðsyn þess, að barna- og unglinga- bækur verði ekki afskiptar, þegar þækur verða valdar til þýðinga, verði norræn þýðingarmiðstöð að veruleika. 3. Fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda, haldið í Norræna húsinu í Reykjavík dagana 23.—25. júní 1972, styður Rithöfundasamband íslands í viðleitni þess til að fá íslenzka ríkið, borgar- og bæj- arráð og bókaútgefendur til að efna til íslenzkra barna- bókaverðlauna, hliðstætt því sem lengi hefur tíðkazt annars staðar á Norðurlöndum. 4. Fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda, haldið í Norræna húsinu í Reykjavik dagana 23.—25. júní 1972, beinir þeim tilmælum til allra dag- blaða á Norðurlöndum og tímarita, sem fjalla um menn- ingarmál, að þau gagnrýni samvizkusamlega og að staðaldri barna- og unglingabækur, barnatíma í hljóð- varpi og sjónvarpi og sýningar barnaleikrita. 5. Fimmla þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda beinir því til Norðurlandaráðs og ríkisstjórna, sem hafa minnihlulaþjóðir í löndum sínum, að gæta menningarlegs réttar þeirra og stuðla þannig að því, að öll börn á Norðurlöndum njóti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að eiga aðgang að bókum á móðurmáli sínu. 6. Vér, norrænir barna- og unglingabókahöfundar, saman komnir í Norræna húsinu í Reykjavík í tilefni af 5. þingi norrænna barna- og unglingabókahöfunda, viljum beina athygli Norðurlandaráðs að sífeldlega versn- andi aðstöðu barna- og unglingabókmennta. Við svo búið má ekki lengur standa, að verzlunarfyrir- tæki eins og bókaútgáfur, beri ein ábyrgð á útgáfu al- varlegra, listrænna og leitandi barna- og unglingabók- mennta. Útgefendur eru að skera niður þessa útgáfu, i staðinn flæðir á markaðinn hreinasti gróðavarningur. Þetta ógnar nú hverslags menningu fyrir börn. Þegar til lengdar lætur er slíkt einnig nokkur hætta fyrir norr- æna menningu i heild sinni. Vér lítum svo á, að útgáfa barna- og unglingabóka sé félagslega mikilvægt atriði, og samfélaginu beri að taka á sig verulegan hluta af ábyrgðinni á því. Vér skorum á Norðurlandaráð að leita nú þegar úrræða til að taka á sig þá ábyrgð. MENNTAMÁL 157

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.