Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 11
daglegt líf barna og unglinga. Þótti því mikil nýjung að sögum lians. Beztu sögur lians halda enn vinsældum sínum og hafa verið teknar upp í íslenzkar lestrarbækur. Meðal rita hans er llermkan I—II, Rv. 1907—1908, Þrjú œvintýri, Rv. 1909, Geislar, Rv. 1919, Skeljar I-IV, Rv. 1930—1934. Heildarútgáfa af verkum hans í tveimur bindum liefur komið út í Rv. 1948 (ísa- foldarprentsmiöja) og 1971 (Æskan). Mikilhæfasti og listrænasti íslenzkur barna- og unglingabókahöfundur var vafalítið Stefán Jóns- son kennari (1905—1966), og voru margar bækur hans einnig við liæfi almennra lesenda. Meðal beztu og vinsælustu barna- og unglingasagna Stefáns má nefna Söguna hans Hjalta litla og Björt eru bernskuárin, báðar gefnar út í Reykja- vík 1948; Margt getur skemmtilegt slteð, Rv. 1949; Mamma skilur allt, Rv. 1950; Hjalti liem- ur heirn, Rv. 1951; Fólkið á Steinstúni, Rv. 1954; Óli frá Skuld, Rv. 1957. Auk þess samdi liann tvi) barnaleikrit og orti fjölmörg góð og vinsæl ljóð lianda börnum, sem komu út í nokkrum heftum. — Tvær bækur hans hafa verið þýddar á norsku og ein á rússnesku. — Hallgrímur Jónsson skólastjóri (1875—1961) samdi margar barnabæk- ur og orti barnaljóð. Hann var um hríð ritstjóri Unga íslands ásamt Steingrími Arasyni. Stein- grímur (1879—1951) þýddi og staðfærði margar barnasögur og leikrit og tók saman leikjabækur. Hann var lengi ritstjóri Unga íslands og sá um útgáfu ársritsins Sólskins 1938, 1940 og 1948. Margrét Jónsdóttir kennari (1893—1971) frum- samdi og þýddi margar barnabækur, samdi vin- sæl barnaleikrit og orti barnaljóð. Veigamestu rit hennar eru Toddusögurnar, bókaflokkur í fjórum bindum, Rv. 1951—1955. Hún var rit- stjóri Æskunnar 1928—1942. — Ragnheiður Jóns- dóttir kennari (1895—1967) var afkastamikill rit- höfundur og gengur liún e.t.v. næst Stefáni Jóns- syni að listfengi. Hún samdi vinsæl ævintýraleik- rit handa börnum: Ævintýraleiki, Rv. 1934 og Hlina kóngsson, Rv. 1943, sem eru enn í miklum metum rneðal barna. En einkum samdi hún margar bækur handa unglingsstúlkum, flokka- bækur, svo kallaðar Dórubœkur og Kötlubœkur. Báðir flokkarnir eru í mörgum bindum, og hafa bækurnar notið mikillar hylli unglingsstúlkna. Sama máli gegnir um Glaðheimabœkur hennar. Sigurður Thorlacius skólastjóri (1900—1945) samdi tvær barnabækur: Sumardaga, unglinga- bók, Rv. 1939, og Um loftin blá, unglingabók, Rv. 1940. Þessi rit bera vitni næmri og ferskri náttúruskynjun höfundar og má skipa þeim í röð beztu íslenzkra barnabóka, einkum liinni lyrri. Báðar hafa þær verið endurprentaðar. Óskar Kjartansson (1911 — 1937) skrifstofumaður samdi á sinni stuttu ævi mörg barnaleikrit. Hafa þau öll verið sýnd á leiksviði. Vinsælast þeirra mun vera Undraglerin, sem sýnd voru í Þjóð- leikhúsinu 1959 (22 sýningar). Fæst leikrita hans hafa verið prentuð. Nína (Jónína) Tryggvadóttir (1913—1968) listmálari samdi og myndskreytti nokkrar barnabækur. Vinsælust þeirra mun hafa verið smábarnabókin Kötturinn, sem hvarf, Rv. 1947. Hún myndskreytti einnig Tindáta eftir Stein Steinarr, Rv. 1943. Jóhannes (Jónasson) úr Kötlum (1899—1972) skáld og kennari samdi nokkrar barnabækur, mest ljóð: Jólin koma, Rv. 1932; Ömmusögur, Rv. 1933; Bakkabrœður, Rv. 1941; Ljóðið urn Labbakut, Rv. 1946. Allar þess- ar bækur liafa hlotið vinsældir barna, einkum e.t.v. Jólin koma. Auk þess hefur hann joýtt nokkrar barnabækur. Þessi upptalning er orðin nokkuð löng, en margra íslenzkra látinna barna- og unglingabóka- höfunda á þessari öld rnætti geta hér e.t.v. með jafnmiklum rétti. Frú Theodóra Thoroddsen (1863—1954) gaf út Þulur, Rv. 1916, fagurlega myndskreyttar eftir systurson hennar, Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Þulurnar eru öllu frem- ur við hæfi fullorðinna manna en barna. Mugg- ur (1891—1924) samdi sjálfur og myndskreytti tvær litlar barnabækur: Negrastrália, Rv. 1923, og söguna af Dirnmalimm, Rv. 1942, 4. útg. Rv. 1963. Helga Egilsson frænka hans breytti hinni síðarnefndu í leikrit, sem sýnt var í Reykjavík og á Akureyri. Síra Friðrik Friðriksson (1868—1961) þýddi og frumsamdi barna- og unglingabækur. Páll Árdal (1857—1930) kennari sarndi ljóð og leikrit, sem hæfa börnum og unglingum. Vinsæl- ust barnakvæða hans munu vera En livað það var sliritið og Hún Þyrnirós var bezla barn. Þá má MENNTAMÁL 149

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.