Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 25
hafði ég sem aðalstarf athugun á starfsgetu og að- stæðum öryrkja ásamt hæfniprófum og leiðbein- ingum um starfsval fyrir þá, sem liöfðu skerta starfsgetu. Það gæti vir/.t ótrúlegt, að þetta starf vakti einmitt áhuga minn á skólamálum og sann- lærði mig um gildi sálfræðiþjónustu, sérkennslu og starfs skólanna yfirleitt. Skal það skýrt nánar: Margir öryrkjanna höfðu þegar á skólaaldri átt við vandkvæði að stríða. Hjá mörgum þeim, sem voru öryrkjar vegna hug- sýki og geðsjúkdóma, höfðu veikindin hyrjað þeg- ar í barria- eða unglingaskóla, og voru þá lítil tök á að veita viðeigandi meðferð. Margir van- gefnir og tornæmir höfðu greinilega ekki fengið kennslu, sem þeim notaðist að, en oft setið að- gerðalitlir í skóla án þess að temja sér nokkrar starfsvenjur eða ná þeirn árangri, sent liæfileikar hefðu þó átt að leyfa. Þetta fólk varð oft öðrum andsnúið og haldið skapgerðarveilum, sem gerðu það óvinnufært á fullorðinsaldri. Margir líkam- lega fatlaðir höfðu farið á mis við venjulega skóla- göngu, einkum átti þetta sér stað í strjálbýli. Þessa öryrkja skorti þá nauðsynlega undirstöðu lil starfsþjálfunar, sem gat t.d. verið framhalds- menntun, þegar hæfileikar voru nægir, en sumir þeirra voru álitnir h'tt gefnir, þótt svo væri ekki, vantreystu sér því til allra verka og urðu félags- lega einangraðir. Af þessu þótti mér auðljóst, að skólinn væri mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu og end- nrhæfingu og gæti oft haft mikil áhrif á, hvort nemendi yrði síðar vinnufær. Á tvennan Jiátt virtist fræðslukerfði geta orðið hér að liði: í fyrsta lagi með ])ví að veita öllum, einnig fötluðum og vangefnum, ])á fræðslu og nppeldislega mótun í starfi, sem þeim hentaði. I öðru Jagi með ])ví að finna tímanlega og koma til viðeigandi meðferðar öllum þeim, sem vortt haldnir andlegum og líkamlegum veilum, er leitt geta til örorku. Þar sem fræðsluskylda er almenn, °g öll börn vinna í skólum árum saman, ltefur fræðslukerfið alveg einstæða aðstöðu til að finna °g atliuga þá, sem eittlivað er að og þarfnast sér- stakrar nteðferðar og þjálfunar. Þetta notfæra menn sér líka á öðrum sviðum, svo sem varðandi tannvernd. Mér var Ijóst, að skólana skorti rnjög aðstöðu á þessurn tímum til að rækja umrætt ldutverk, og ásaka því ekki starfsmenn þeirra, sem oft gerðu sitt bezta til að liðsinna fötluðum, hugsjúkum og vangefnum nemendum, og ég sá oft kennara sýna einstaka fórnfýsi og ná frábærum árangri, en þörf var aðstöðu til rannsóknar og meðferðar þessara nemenda, svo og skipulegrar sérkennslu af ýmsu tagi. II. Forsaga sálfræðiþjónustu Á 6. árautg þessarar aldar voru 5—6 sálfræð- ingar starfandi á íslandi, og ráku þeir nokkurn áróður og leituðust við að fá því framgengt, að komið væri á sálfræðiþjónustu fyrir barnaskól- ana. Forustu um þessa viðleitni liafði dr. Matt- Jiías Jónasson, en hann liafði þá um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á ])ioska íslenzkra barna og staðlað liæfileikapróf fyrir íslen/.k börn 3—16 ára, og var það gefið út árið 1956. Viðleitni til að fá sálfræðiþjónustu lögleidda bar þó ekki árangur, því að fjárveitingavald ríkisins stóð fast á móti og e.t.v. fleiri aðilar, sem töldu þessa nýjung óþarfa, ef ekki varasama. Ekki var ]>ó farið fram á mjög mikið, því að tillögur sálfræðinganna gengu út á |)að, að ráðn- ir yrðu 2—3 menn fyrir alla barnaskóla landsins, hefðu þeir aðsetur í Reykjavík, en veittu dreif- býlinu einhverja þjónustu með skipulögðum ferðalögum nokkurn hluta ársins, Áður en reglulegri sálfræðiþjónustu var kom- ið á fyrir barnaskólana í Reykjavík árið 1960, leituðu foreldrar þó stundum með börn sín, oft- ast að cigin frumkvæði eða þá ábendingu kenn- ara, skólastjóra eða lækna, til þeirra sálfræð- inga, sem þá var völ á. Nokkrir nemendur komu þannig til mín á árunum 1954—1960, og hafði ég því fljótlega nokkur kynni af starfi skólanna og nemendum, sem eiga í erliðleikum. Mest var leitað einkalega til sálfræðinga með vangefin börn og tornæm, einnig allmörg liugsjúk börn og geðtrufluð, svo og börn með lestrarerf- iðleika, ýmsa fötlun, námslega og uppeldislega erfiðleika af ýmsu tagi. Fékkst því nokkuð al- MENNTAMÁL 163

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.