Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 20
HOFUÐEINKENNI A NORRÆNUM NÁMSSKRÁM ♦------------------------------------------------------ Námsskrá fvrir nemendur á fræðsluskylclualclri, útg. af menntamálaráðuneytinu 1960, er orðin úrelt. Sú endurskoðun námsefnis og kennslu, sem Skólarann- sóknadeild ráðuneytisins er að framkvæma, hefur í rauninni ógilt þessa námsskrá í þeim gTeinum, sem endurnýjunin nær til. Umfang þessa mikilvæga starfs eykst væntanlega á næstu árum. Annars staðar á Norðurlöndum ltafa nýlega vcrið samþykktar nýjar námsskrár, eða verið er að endur- skoða þær. Fróðlegt er fyrir íslenzka kennara að kynn- ast þcim meginsjónarmiðum sem ráðið liafa gerð þeirra, ekki sízt vegna þess að grunnskólafrumvarpið er enn í deiglunni. Menntamál liafa því látið þýða grein um þetta efni. sem birtist í blaði dönsku kenn- arasamtakanna, Folkeskolen 35. h. sept ’71. Er hér um að ræða „De nordiske lærerblades fællesartikel for 1971“. Sérfræðingur frá hverju landi svaraði spurn- ingunum, en svörin voru síðan drcgin saman af full- trúa úr ritstjórn blaðsins. Þýðandi. Hvaða nýja þætti og viðhorf má greina í nýju námsskránum samanborið við þær gömlu? í Finnlandi er 6 ára barnaskóli (hægt að fara yfir á gagnfræðastig eftir 4. skólaár) og síðan tók við þriggja ára „medborgerskole" og þriggja ára menntaskóli. í staðinn kemur kerfi reist á liug- myndinni um samfelldan skóla. Fyrstu sex árin kallast ,,lágstadium“ og svo tekur við jniggja ára „grundskola". Eftir það er liægt að ljúka þriggja ára menntaskólanámi. í þessu sambandi er grundskolan einkum athyglisverður, en til- raunir liafa verið gerðar með þá kennslu áður. Meginmarkmið skólastarfsins skal mótast af þörfum barnsins: leitazt skal við að skapa sem bezta þroskamöguleika fyrir persónuleika hvers —.—— -------—— ----------------------------« einstaks nemanda. Því er auk þekkingarmiðlun- ar lögð sérstök áherzla á skapandi starf og gagn- rýnin viðhorf til þess sem numið er. í grund- skolan mun verða eitthvað mismunandi kennsla í greinum eins og stærðfræði, eðlisfræði og er- lendum málum, með tilliti til þeirra sem fara í menntaskólanámið. Ætlunin er að halda opn- um leiðum til að tengja og samræma námið í einstökum greinum innan ramma fremur þröngr- ar námsskrár, sem fjallar um greinarnar hverja fyrir sig. í því efni virðist brautin órudd. Loks liafa höfundar námsskrárinnar lagt á- lterzlu á viss skipulagsatriði: hvernig auka rnegi áhuga nemenda, vinnuaðferðir sem gera þá virk- ari, takmörkun prófa o.s.frv. í skilgreiningu markmiða fyrir einstakar grein- ar koma fram þau sjónarmið sem hafa rutt sér til rúms annars staðar: í móðurmálskennslunni er lögð áherzla á að tala og hlusta (kommuni- kation), en dregið úr viðfangsefnum sem varða málkerfi og greiningu — í erlendum málum er lögð áherzla á Iiæfni til að tjá sig munnlega, en minna gert úr þýðingu og öðrum hefðbundnum viðfangsefnum — í stærðfræði (hugtakið reikn- ingur hverfur) er fylgt samnorrænum áætlunum um skólastærðfræði o.s.frv. Skýrar línur í Svíþjóð eftir 20 ára tilraunir í Svíþjóð er nú verið að koma nýju náms- skránni í framkvæmd. Nefnist hún Lgr. 69 (láro- plan for grundskolan, indfþrt i 1969) og hefur ýmiss sörnu megineinkenni og námsskráin frá MENNTAMÁL 158

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.