Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 27
kennurum ætti sálfræðiþjónusta að geta orðið að einhverju liði í starfi þeirra, en er þó ekki aðal- atriði, hvort svo sé, því sá aðili gleymist, sem mestu máli skiptir, þegar svona er spurt, en það er barnið sjálft. Þegar starf okkar verður barn- inu til lieilla, er auðvitað ekki alltaf víst, að kenn- ara eða foreldri finnist starf sitt verða léttara eða árangursríkara. Að vísu ætti svo oftast að verða. Þó getur stundum verið, að verk kennara eða foreldris verði erfiðara frá því, sem áður var, ef takast á að liðsinna nemanda að lokinni athug- un á Sálfræðideild, því að þessir aðilar þurfa þá oft einhverju að breyta eða leggja sig betur fram, en oftast ættu þá að vera vonir um betri árangur, þótt iiann sé misjafn á þessu sviði sem öðrum. Lítum við nánar á tilgang skólans, þá er liann til barnanna vegna. Þessu er eins varið með Sál- fræðiþjónustu. Tilvist hennar er aðeins réttlæt- anleg barnanna vegna, hún er að þessu leyti stofnun hliðstæð skólanum og á að vinna að svip- uðu markmiði og hann, þótt með öðrum aðferð- um sé. Það ræður af líkum, að það markmið er ekki alltaf að stuðla að aukinni þekkingu nem- andans, heldur andlegri lieiil hans á víðtækara sviði, svo að honum geti betur notazt af hæfi- leikum sínum og iiafi meir líkur til að njóta sín í starfi og þátttöku í samfélagi annarra. Þetta getur svo einnig leitt til betri námsárangurs. Það eru þannig fjórir aðilar, sem eiga að hafa gagn af þessu starfi. Skólinn. Það auðveldar hon- um fyrst og fremst skipulagningu að finna hverj- ir eru skólaþroska, þurfa visi í sérskóla eða hjálp- arkennslu, hvernig kennari þarf að vinna með erfiðan nemanda o.s.frv. Foreldrarnir. Þau þurfa oft uppeldislegar feiðbeiningar, og athugun á barninu er ætlað að auka skilning þeirra á því, svo að þeim veitist auðveldara að vinna með það. Barnið. Það á að geta fengið lientugri með- ltöndlun foreldra og skóla að athugun lokinni, oftast er líka hægt að auka skilning þess á sjálfu sér, svo að það sjái betur, livað það þarf að gera, og geti hjálpað til. Þetta á mest við um eldri börn. Þjóðfélagið. En í þágu þess er allt vel heppnað uppeldis- og fræðslustarf. Ef þetta tekst vel, er von til að misheppnaðir þegnar verði íærri en ella, eins og áður er vikið að. V. Verkefni Verkefni sálfræðideildar með fámennt starfs- lið hafa hér ákvarðast af aðkallandi nauðsyn frekar en kenningum um, hvað slík stofnun ætti að gera. í umræðum um verkefni sálfræðiþjón- ustu liefur einkum verið deilt um tvennt. Fyrsta. Hvort skólasálfræðingar ættu að liafa kennara- menntun og jafnvel kenna nokkra tíma á viku, helzt hjálparbekkjum. Þær þjóðir, sem þetta hafa reynt, svo sem Danir, hafa að mestu gefist upp við það, einfaldlega af því að aldrei verður vcil á teljandi fjölda vel færra reyndra kennara, sem jafnframt hafa aflað sér fullgildrar sálfræði- menntunar, slíkt heyrir meir til undantekninga. Auk þess er slík tvískipling verkefna fáum fær. Það þarf afburðamann til að valda því hlut- verki að kenna svo vel sé og jafnframt vera starf- andi sálfræðingur. Annað hvort verkefnið hlýtur að bíða tjón við þetta, og oftast situr þá sál- fræðingslilutverkið á hakanum, svo að maðurinn verður aðeins greindarprófari, en getur ekki hald- ið sér í þjálfun við margvísleg verk sálfræðings eða aukið þekkingu sína í greininni, sem vera ber. í öðru lagi, hvort eða hversu mikið skólasál- fræðingar ættn að gera geðverndarstarf að hlut- verki sínu eða sinna viðtölum í lækningaskyni eða til andlegrar heilsubótar og leiðbeiningar. Sums staðar hefur fyrst og fremst verið reynt að gera sálfræðideildir skóla að geðverndardeild- um fyrir börn, þannig var það t.d. í Osló til að byrja með, en var þó síðar breytt. Því hefur líka verið haldið fram, að geðdeildir barna ættu að annast sálfræðiþjónustu skólanna. Þetta hefur ]>() ekki reynzt haganlegt og jafnvel ekki mögu- legt. Stafar það af því, að mörg þeirra vanda- mála, sem skólabörn mæta, eru annars eðlis og krefjast annarra aðgerða en starfstilhögun og sjónarmið geðdeilda eru byggð á. Auk þess þurfa skólasálfræðingar að vera mjög kunnugir skóla- starfinu, eiga nána samvinnu \ ið kennarana og vera þátttakendur í að móta úrræði skólans, þeg- ar afbrigðileg eða vanheil börn eiga í hlut. Samt sem áður þarf Sálfræðideild að geta að nokkru MENNTAMÁL 165

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.