Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 23
þá þróun að áhuginn sem ríkti á sjöunda áratugnum á „tilvalgsskolcn“ í merkingunni „den eftir evner og anlæg specialiserede skole“, hefur orðið að víkja fyrir viðleitni til að skapa sem bezta sameiginlega mennt- un í vissum kjarna. 3. Aukin hjálparkennsla. Forsendur fyrir fram- kvæmd hugmyndarinnar um samfelldan skóla er aukin og virkari aðstoð við seinfæra nemendur hvort sem vandamál þeirra eru félagslegs eða andlegs eðlis. Er hér ekki ein- ungis um að ræða að koma á einstaklings- bundinni kennslu, heldur þarf einnig að vera unnt að leita að róturn vandamálanna.1) Er samhengi milli uppeldisfræðilegra rannsókna og endurskoðunar námsskránna? Séu Svíar undanskildir, voru þessari spurn- ingu gerð lítil skil, e.t.v. vegna þess að í hinum þremur löndunum skortir á þetta samhengi og rannsóknarskilyrðin yfirleitt. Frá Finnlandi er það að frétta að ekki liafi verið gerðar miklar rannsóknir í þessu skyni og aðeins varðandi fá afmörkuð efni. í Noregi hefur all umfangsmikil rannsóknarstarfsemi farið fram áður en námsskrárnar voru samdar, en ekki er minnzt á kerfisbundnar uppeldisfræðilegar rannsóknir þar. í Danmörku cr bent á að tengsl- unr við slíkar rannsóknir sé kornið á með því að Kennaraháskóli Danmerkur eigi l'ulltrúa í námsskrárnefndinni. í öllum löndunum þremur er þess getið — eins og í afsökunartón — að vís- indamenn með uppeldisfræðilega menntun hafi alltaf tekið þátt í starfinu. Frá Svíþjóð er aftur á móti hægt að segja frá u.þ.b. 30 ára vísindalegum rannsóknum oft gerð- um að frumkvæði námsskrárnefnda. Nelnd eru nokkur dæmi um rannsóknir á grundvallarvanda- 1) Greinin er samin áðtir en fvrrnefnd námsskrár- nefnd birti: Notat om grundlag for gennemlbrelse af en reform af de grundlæggende skoleuddannelser, þar sem gerð er nánari grein i'yrir þessum sjónarmið- um. (Atlis. þýð.) málum, og fram kemur að rannsókna- og endur- nýjunarstarfið á seinni árum hefur verið unnið með samstarfi einstakra rannsóknaraðila, kenn- araháskólans og háskólanna — og að fræðsluyfir- völclin ltafa síðan 1963 rekið sérstaka rannsókna- deild, senr bæði skal samrænra lrinar ýnrsu rann- sóknaráætlanir og hafa frunrkvæði að nýjunr. A seinni árum liefur athyglin beinzt mjög að kennslutækninni. Hafa kennarar haft áhrif á samningu námsskránna, og hversu háðir eru þeir þeim? í öllunr löndunum hafa staðið fjörugar unrræður unr nánrsskrárnar, bæði í hópi loreidra og kenn- ara, innan bæjar- og sveitarfélaga, og í fjölmiðl- unr. Frá Finnlandi er þess getið að venjulega fari ekki fram umræður um opinberar sanrþykktir fyrr en þær liggi fyrir, en í þessu tilviki hafi verið gerð undantekning. Einnig kemur skýrt franr að kennarar í öllunr fjórum löndunum lrafa með ýnrsu nróti halt áhrif á samningu námsskránna. Kennarar hafa átt full- trúa í námsskrárnefndununr, ýmist skipaða af samtökum þeirra eða fræðsluyfirvöldum. Eins eiga kennarar vitaskuld fulltrúa í þeinr nefnd- um senr sífellt fjalla um einstakar greinar. Einn- ig ber að minnast þess að námsskrárnar opna ýnrsa valmöguleika, þannig að kennarar (og nem- endur) hafa nokkuð frjálsar lrendur við val á viðfangsefnum og vinnuaðferðunr. Þetta þýðingarmikla atriði er alls staðar ein- kennandi, og þar nreð er konrið að síðustu spurn- ingunni: Að hve miklu leyti eru kennarar bundn- ir af námsskránum? Þess er áður getið að í Dannrörku er eiginlega ekki um opinbera námsskrá að ræða, heldur til- lögu senr ætluð cr til leiðbeiningar. Afstaða kenn- arans, lrversu bundinn hann telur sig, bygg- ist að nriklu leyti á siðl'erðilegu nrati, og eina eftirlitið eru hin opinberu lokapróf. Ef þau væru afnumin, yrði það e.t.v. strangara. Af lrálfu Svía er getið unrnræla Ingvars Carls- son, menntamálaráðherra, senr taka af allan efa MENNTAMÁL 161

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.