Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 40

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 40
ÞÆTTIR UM UPPELDISMAL ♦- -♦ ♦ -♦ ♦---------------------------------------* Þorbjörn Broddason: Uppeldis- hlutverk fjölmiðla ♦-----------------------------------------------------*■ Þegar rætt er um fjölmiðla koma okkur oftast í hug sjónvarp, hljóðvarp og dagblöð. Þetta eru dægurmiðlarn- ir, eins og við getum kallað þá, sá flokkur fjölmiðla, sem birtist okkur í nýrri útgáfu daglega. Það eru til aðrir fjöl- rniðlar, eins og kvikmyndir, í mörgum tilvikum bækur og hljómplötur, og jafnvel leikhús. En ég mun i þessu erindi einkum ræða tvo dægur- miðla, sjónvarpið og dagblöðin. Ef til vill lætur hug- myndin um uppeldishlutverk fjölmiðla undarlega í eyr- um. Uppeldi er venjulega talið hlutverk foreldra. Þegar nánar er að gætt verður að vísu augljóst, að skólarnir og kennararnir hafa tekið að sér veigamikinn þátt upp- eldisstarfsins hjá tækniþróuðum þjóðum. Sama má segja um fóstrur þeirra barna, sem dveljast á barnaheimilum að hluta. En tilhugsunin um uppeldi í höndum fjölmiðla kann að vera öllu meira framandi. Það er samt sem áður staðreynd, sem ekki verður umflúin, að fjölmiðiarnir eiga mjög ríkan þátt í daglegu lífi nútímafólks, og það væri fásinna að loka augunum fyrir þeim áhrifum, sem þeir kunna að hafa á þroskaferil barna, og hlutverki þeirra við mótun skoðana og viðhorfa. Þetta hefur að sjálf- sögðu ekki ætíð verið svo. Dægurmiðlarnir eru ung íyrirbæri. Þeir hafa sprottið upp samhliða meiri margbreytileika þjóðfélaganna, auk- inni verkaskiptingu innan þeirra, og meiri sérhæfingu í störfum. Þetta hefur valdið því, að foreldrarnir hafa orð- ið að afsala sér uppeldisstarfinu að hluta í hendur sér- hæfðs fólks. Hvað varðar skólann er þetta takmarkaða afsal foreldranna meðvitað og ásetningsbundið. En er því þannig varið með afsalið í hendur fjölmiðlanna? Hugsa heimilisfeður með sér þegar þeir kaupa sjón- varpstæki fyrir heimilið, að þetta tæki geti haft veruleg áhrif á lífsviðhorf barna þeirra? Ég dreg í efa, að slíkt sé mönnum ætíð efst í huga. Heilbrigð skynsemi segir manni þó, að tæki, sem hefur slíkt vald yfir athyglinni sem sjónvarpið, hljóti að hafa einhver áhrif á neytendur sína, og þá einkum þá, sem eru móttækilegastir, til dæmis ung börn. Sem dæmi um það magn sjónvarps- efnis, sem börn geta tekið við, má geta þess, að sums staðar erlendis, þar sem sjónvarpsdagskrár eru lengri en hér, horfa mörg börn fleiri klukkutíma á sjónvarp í hverri viku en þau eyða í skólanum. En önnur börn horfa aftur miklu minna. Ástæðurnar fyrir mismunandi sjón- varpsnotkun barna eru fjölbreytilegar, og uppeldislegu áhrifin eru beinlínis háð þesum ástæðum. Dæmi um hvernig má flokka börn samkvæmt sjónvarpsnotkun þeirra, er munurinn milli aldursflokka, sem er á þann veg, að yngri börn nota sjónvarp tiltölulega mikið, en þegar unglingsárin nálgast minnkar áhuginn á því vegna samkeppninnar frá öðrum skemmtunum. Þarna eru að öllum líkindum tvö öfl að verki, annars vegar, að barnið vex upp úr sjónvarpsefninu, og hins vegar, að valmögu- leikar barnsins aukast með því aukna sjálfstæði, sem því er veitt þegar það eldist. Tíu ára barnið á ekki ann- arra kosta völ en að sitja heima, og þá vill sjónvarpið oft verða nærtækasta afþreyingartækið. Fjórtán ára unglingur aftur á móti getur miklu frekar farið út, hitt kunningja sína, farið með þeim í kvikmyndahús eða einhverja þá staði, sem unglingar safnast saman á. Ef börn eru flokkuð samkvæmt frammistöðu í skóla, kemur fram skýrt samband við sjónvarpsnotkun. Því lægri einkunnir, sem börnin hafa, því algengara er að MENNTAMÁL 178

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.