Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 12
enn nefna Aðalstein Sigmundsson (1897—1943) kennara og æskulýðsleiðtoga, Hendrik Ottósson (1897—1966) fréttamann, Hannes J. Magnússon (1899—1972) skólastjóra og Hjört Gíslason (1907 — 1963). En liér verður að láta staðar numið. Núlifandi íslenzka barna- og unglingabókahöf- unda kýs ég af skiljanlegum ástæðum að ræða varlega um. Tveir þeirra liafa um langt skeið borið af um vinsældir: Ármann Kr. Einarsson (1915) og hjónin Jenna og Hreiðar: Jensína Jensdóttir (1918) og Hreiðar Stefánsson (1918). Þessir höfundar eru kennarar að mennt. Enginn leið er að minnast hér á einstakar bækur þess- ara afkastamiklu höfunda. Margar bækur Ár- manns Kr. Einarssonar liafa verið Jjýddar á Norð- urlandamál, og ein saga eftir Jennu og Hreiðar liefur verið þýdd á norsku. Annars hafa eins og von er fáar íslenzkar barnabækur verið þýddar á erlend mál. Góð og vinsæl barnabók, Suður heiðar, Rv. 1937, eftir Gunnar M. Magnúss (1898) kennara og rithöfund, hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál, m.a. á rússnesku og þýzku. Árni Óla, ritstjóri og rithöfundur (1888) hefur samið nokkrar barnabækur. Vinsælust þeirra mun vera Litill smali og hundurinn hans, Rv. 1957. Hún hefur einnig komið út á norsku. Jón björnsson skáldsagnahöfundur (1907) liefur nokkra sérstöðu. Hann var lengi í Danmörku og ritaði skáldsögur á dönsku, þeirra á meðal fjórar drengjabækur. Eftir að hann settist að á íslandi 1945, liefur liann ritað á móðurmáli sínu og m.a. lært drengjasögur sínar í íslenzkan búning. Ein drengjasaga hans, Bjergenes Hemmelighed, hlaut viðurkenningu í Danmörku. Hún hefur verið þýdd á sænsku. Loftur Guðmundsson (1906) kennari og rithöfundur hefur samið allmargar barna- og unglingabækur, svo og barnaleikrit. Langvinsælasta verk lians er kvikmyndasagan Síðasti bœrinn í dalnum, Rv. 1950. Óskar Gísla- son kvikmyndaði söguna nokkru áður en lnin kom út, og var henni ákaflega vel tekið. Nýlega var hún sýnd í íslenzka sjónvarpinu. Síra Jón Kr. ísfeld (1908) kennari og æskulýðsleiðtogi hefur ritað margar vinsælar barna- og unglinga- bækur, Bakka-Knút, Rv. 1963, tvær barnabækur urn Svenna i Ási, Hf. 1964 og 1965, o. 11. Stefán Júlíusson (1915) kennari, nú bókafulltrúi ríkis- ins, hefur þýtt og frumsamið margar áhugaverð- ar barnabækur og barnaleikrit. Einna veigamest- ar eru Kdrasögur hans, í þremur bindum, sem komu út í Rv. á árunum 1938—1948. — Ólafur Jóliann Sigurðsson (1918) skáldsagnahöfundur hefur samið nokkrar barna- og únglingabækur. Elz.t þeirra er Við Álftavatn, Rv. 1934; 4. útg. hennar kom út 1958. Hafa sögur úr þcirri bök verið þýddar á ensku, og Alan Boucher prófessor bjó til úr sömu bók barnaleikrit, sem flutt var í bi ezka útvarpinu. En sú saga Ólafs, sem er nrest í spunnið og er listrænust, er Spói, Rv. 1962. Þótt hún sé nokkuð jiung, lesa unglingar hana tölu- vert. Seinasta barnabók hans, Glerbrotið, Rv. 1970, er miklu léttari og meira lesin. Ólafi Jóh. Sigurðssyni má lriklaust skipa í allra fremstu röð núlifandi íslenzkra barnabókahöfunda. Ýmsa aðra höfunda rnætti nefna hér til, senr nrikið eru lesnir eða nokkuð kveður að, en til þess gefst ekki rúm að sinni. Af ýnrsunr þeirra, sem á allra síðustu árunr hafa bætzt í hóp barnabókahöfunda, virðist nokkurs að vænta, en almennur dómur rmr verk Jreirra bíður að sjálfsögðu síns tíma. Allmörg skáld, scnr nú eru uppi, hafa ort barna- ljóð. Má fyrst til nefna Tómas Guðmundsson (1901) og Halldór Laxness (1902). Er Jrað hug- boð nritt, að Jressi ljóð Jreirra, Jrótt fá séu, nruni lengi halda gildi sínu. v\uk Jreirra virðist nrér sérstök ástæða til að geta tveggja annarra: Krist- jáns (Einarssonar) frá Djúpalæk (1916) kennara og skálds, senr hefur frumort, cndurort og Jrýtt ljóð í barnaleikritum: Kardimommubœnum, Dýr- unurn í Hálsaskógi o.fl., og Kára Tryggvason (1905) kennara, senr gefið hefur út nrörg hefti barnaljóða. Ýnrsir fleiri hafa ort barnaljóð, Jrótt ekki sé unnt að lelja Jrá hér upp. Þá lrafa nokkrir nútíðarhöfundar samið sirot- ur barnaleikrit, senr ýmist hafa verið flutt í ljöl- nriðlum eða sýnd á leiksviði. Allstór Jráttur í tómstundalestri barna og urígl- inga eru barnablöð, tímarit og ársrit lranda börnunr. Hefur mikill fjöldi Jreirra komið út á Jressari öld um langan eða skamnran tínra. Æsk- una hefur áður verið nrinnzt á. Útgefandi henn- ar er Stórstúka íslands. Unga ísland konr út í MENNTAMÁL 15Q

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.