Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 36
Að mínu viti er nauðsynlegt að veita foreldr- um, sem sjálfir vilja taka þátt í að þjálfa upp veiku hliðarnar hjá barninu sínu, aðstoð. Fái foreldrar vitneskju um, að þeir geti gert eitthvað jákvætt fyrir barn sitt, verkar það vel á báða aðila. Sú er reynslan erlendis, þar sem slík starf- semi hefur verið upp tekin. Árið 1963 var komið á fót í Stokkhólmi svo- kölluðu Lekoteki, og hafði deild úr sænsku skátahreyfingunni forgöngu um það. Hlutverk Lekoteksins er að lána foreldrum þroskalieftra Irarna leikföng við hæfi og kenna þeim meðferð þeirra, jafnframt er leita/t við að veita þeim hvers kyns upplýsingar og uppeldisráðgjöf. Starfið var í byrjun kostað með gjafafé, en frá árinu 1971 hefur Stokkhólmsborg veitt Lekotekinu öflugan fjársítuðning. Forráðamennirnir telja nú, að þess verði ekki langt að bíða, að hið opinbera taki algerlega við rekstrinum. Víða um lönd hef- ur verið komið upp síðan Lekotekum með svip- uðu sniði, ýmist af foreldrafélögum, líknarfél- <)gum eða opinberum aðilum. Mín skoðun er sú, að nauðsynlegt sé að koma upp hér á landi vísi að ráðgjafarþjónustu, þang- að sem foreldrar hvaðanæva af landinu gætu leitað aðstoðar um uppeldi og meðferð þroska- hcftra barna. Starfinu á slíkri ráðgjafastöð mætti liaga á líkan hátt og gert er á Lekotekunum, sem er í stórum dráttum á þessa leið í Blockhusudden í Stokkhólmi: Eitt barn kernur í einu með foreldrum sínum í Lekotekið, og starfsfólkið gefur sér góðan tíma til að sinna gestunum. Ef annað l)arn er í fjöl- skyldunni, fær j)að gjarnan að koma með, leika sér og fá lánuð leikföng, til þess að koma í veg fyrir afbrýðissemi. Athyglin beinist auðvitað fyrst og freinst að þroskahefta barninu. Það fær tækifæri til að kynnast og leika sér að ýmsum nýstárlegum leiktækjum. Fóstran sýnir foreldr- unum, hvernig með þau skal fara, og skýrir til- ganginn með hverju og einu. Meðan fóstran leikur sér við barnið, fá foreldrarnir tækifæri til að tala við aðra starfsmenn um vandamálin, sem foreldrarnir leita lausnar á. Þeim eru gjarnan lán- uð úr bókasafninu hentug fræðirit og gefnir upplýsinga- og leiðbeiningabæklingar við hæfi. í MENNTAMÁL 174 samvinnu við foreltlrana er síðan reynt að setja saman áætlun um daglegar leik- og þjálfunar- stundir með barninu og velja leikföngin, sem lánuð eru heim. Loks er ákveðinn næsti lieim- sóknartími. Tíminn milli heimsókna á Lekotekið og útlánstími leikfanganna er breytilegur eftir aðstæðum, en venjulegasti tíminn er 3—4 vikur. Heimsóknir á heimilin er nauðsynlegur liður í starfinu, og þá geta fóstrurnar gengið úr skugga um, hvernig börnin spjara sig lieima. Efnt er til umræðu- og fræðslufunda fyrir foreldrana, elt- ir því sem við verður komið og eru þá fengnir til fyrirlestrahalds sérfræðingar á ýmsum sviðum. Lekotekið á Blockhusudden sækja 250 foreldr- ar, og er fast starfslið þar 2 sérhæfðar fóstrur og skrifstofustúlka í fullu starfi, en auk þess tal- kennari og sjúkraþjálfari í hálfu starfi. Sums staðar, þar sem tekin hefur verið upp þessi starfsemi, er starfið mjög einfalt í sniðum í byrjun. Hójrur foreldra barna með þroska- afbrigði kemur sér upp aðstöðu, safnar pening- um og kaupir stofn leikfanga. Foreldrarnir koma síðan saman með ákveðnu millibili, skiptast á leikföngum, ræða s<'imeiginleg vandamál og fá stundum á lundi með sér sérfræðinga á ýmsum sviðum. Það er ótrúlega mikill stuðningur að því fyrir foreldra að blanda geði við aðra, sem eiga við svipuð vandamál að etja. Hér á landi þyrfti ekki í upphafi að byrja með fjölmennu starfsliði á slíkri stofnun, sem ég hefi hér reynt að lýsa lauslega. Nokkra fjárhæð þarf þó auðvitað að leggja í kaup á völdum upp- eldisleikföngum, en góð leikföng eru mjög dýr og vandfengin. Ef hið opinbera telur sér ekki fært að hefja svona starf, gætu samtök foreldra eða einhver líknarfélög hrundið málinu af stað. Ég er sannfærð um, að jafnvel vísir að slíku Lekoteki gæti létt mjög undir mcð foreldrum og stuðlað að því að búa þroskaheftum börnum belri upp- eldisskilyrði en þau hafa nú.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.