Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 28
unnið svipað starf og geðdeild, því að röskur
þriðjungur skólabarna, sem hingað leitar, svo
dæmi sé nefnt, er fyrst og fremst haldinn geð-
rænum kvillum, og ekkert þýðir að taka þennan
hóp til athugunar, nema ætlun sé og aðstaða til
að taka þessi börn og foreldra þeirra til nokk-
urra viðtala í leiðbeinandi eða læknandi skyni
að athugun lokinni. Auk þess blandast geðræn
og tilfinningaleg vandamál inn í mörg önnur
verkefni, sem sálfræðideild fær til úrlausnar.
Starfslið þarf því að hafa þekkingu og aðstöðu
til að sinna slíku.
Sálfræðideild skóla getur því ekki verið annað
hvort hrein kennslufræðileg stofnun eða geð-
deild, heldur sambland af hvoru tveggja, og í
því felst sérstæði hennar, svo að hægt er að tala
um þetta starf sem sérsvið. Ég vil nánar telja
upp helztu verkefni Sálfræðideildar í Reykjavík,
eins og þau hafa reynzt vera undanfarin ár: Við
höfum jafnan reynt að finna þegar í upphafi
þau börn, sem eru óskólaþroska, og því verið
með í að leggja skólaþroskapróf fyrir byrjendur
og atliuga einstaklingslega þau börn, sem sein-
færust liafa reynzt. Þannig hafa fundizt strax
liest þau, sem þurftu að fara í sérskóla eða hjálp-
arbekki. Fiest þau börn, sem nú eru í hjálpar-
bekkjum, hafa verið athuguð, og öll sem fara í
Höfðaskóla. Nokkur börn eru líka athuguð ár-
lega vegna óska um, að þeirn sé iiýtt í skóla, eða
fái að byrja ári fyrr en fræðsluskylda ákveður,
svo tryggt sé, að slíkl verði ekki misráðið. Þá
liafa athuganir á vanræktum og heimilislausum
börnum tekið mikinn tíma, því að þetta fólk er
seinlegt að vinna með. Margt af því kemur aldrei
á umtöluðum tíma, svo að tími fer til ónýtis, og
þarf helzt að sækja það heirn. Nokkur þessara
barna eru á heimavistarskólum að Jaðri og Hlað-
gerðarkoti og nokkrum hefur tekizt með aðstoð
Félagsmálastofnunar og fulltrúa á Fræðsluskrif-
stofu, sem fylgist með skólasókn, að útvega sama-
stað úti á landi.
En lang mestur hluti skjólstæðinga Sálfræði-
deildar eru börn á ýmsum aldri og koma vegna
námserfiðleika í einni grein eða fleirum, liegð-
unarerfiðleika í skóla eða á heimili, taugaveikl-
unareinkenna eða geðrænna vandkvæða af ýmsu
tagi, og ýmist koma börnin að frumkvæði for-
eldra eða kennara, eins og áður er fýst.
VI. Aðferðir
Verk Sálfræðideildar er í hverju tilfelli tví-
þætt: Fyrst greining, þ.e. að rannsaka barnið og
aðstæður þess til að finna orsakir vandkvæða og
samspil þeirra við umhverfið og annað fólk.
Annað, aðgerðir eða meðferð, þ.e. að finna og
framkvæma ráð til úrbóta. Oft fara greining og
aðgerðir að einhverju leyti fram samtímis. Það
er t.d. byrjað á viðtölum við foreldra eða barni
fengin aukakennsla, áður en rannsókn er að
fullu lokið, og slíkt getur verið liður í rannsókn.
Rannsóknaraðferðir eru einkum tvenns konar,
próf og viðtöl, auk þess oft söfnun upplýsinga
frá ýmsum aðilurn. Margt hefur verið rætt og rit-
að um rannsóknaraðferðir einkum greindarpróf-
in og sitt sýnzt hverjum. Skoðanir ná allt frá því
að telja slík próf óþörf og lialdlaus til að telja
þau aðal- eða einu ábyggilegu rannsóknarað-
ferð sálfræðingsins. Hér senr víðast er sannleik-
urinn einhvers staðar mitt á milli. Það er oftast
mikilvægt að vita þroskastig þess, sem leiðbeina
á vegna erfiðleka í skóla, því er greindarprófun
oft fyrsta rannsóknin, einkum hjá yngii börnurn,
oftar má ráða greindarstig af námsárangri og af
öðrum upplýsingum, þegar um unglinga er að
ræða. Þó er á það að líta, að fleiri upplýsingar
en greindarstig fást við prófun hjá reyndum sál-
fræðingi, oft er mikilvægara að vita um greindar-
þáttu og gerð hæfileika, heldur en stig þeirra, einn
slakur þáttur getur hamlað námsárangri eins
mikið og almennur seinþroski. Við þessa prófun
fæst líka oftast góð samvinna við nemandann,
hægt er að kynnast honum við verk, athuga á
ýmsa vegu starfsaðferðir hans og skaphöfn. Upp-
lýsingar um vandvirkni, hroðvirkni, kvíða, ör-
yggi, ofmat eða vanmat eigin getu og margt
fleira mynda viðræðu og leiðbeiningargrundvöll
og geta því verið mikilvægari en hin tölulega nið-
urstaða greindarprófa. Próf jrarf auðvitað að
velja eftir eðli hvers máls og olt eru sérpróf vissra
hæfileika notuð frekar en almennt greindarpróf.
Persónuleikapróf liöfum við haft of lítinn tíma
MENNTAMÁL
166