Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 35
lagður. Hvernig eiga þeir að koma börnum sín- um til þess þroska, sem þeim er unnt að ná? Hvað eiga þeir að gera og hvað eiga þeir að láta ógert í uppeldinu? Þessir foreldrar ganga olt frá einum sér- fræðingi til annars til þess að reyna að fá lækn- ingu fyrir barn sitt, sem stundum tekst en oftar ekki. Það líða jafnvel mörg ár, áður en foreldr- um verður ljóst, að ekki er liægt að hjálpa börn- urn þeirra með þeim ráðum, sem læknisfræðin býr yfir. Þennan biðtíma, mismunandi langan eftir aðstæðum, er oftast lítið gert fyrir barnið í uppeldislegu lillili, af því að foreldrarnir fá enga ráðgjöí og aðstoð; slíkt er látið bíða, þar til barnið er komið á skólaskyldualdur. Það er mála sannast, að hér liefur dýrmætur tími farið til spillis, tími, sem þurft hefði að uýta til markviss uppeldisstarfs, og er það illa farið, þar sem tækifærið kemur ckki aftur, og ef til vill hefur barnið beðið óbætanlegt tjón vegna skorts á réttum viðfangsefnum á réttum tíma. Foreldrar þurfa að gera sér ljóst, að á þessum árum, áður en barnið verður skólaskylt, er hægt að vinna kerfisbundið að því að þjálfa skynjun, ella hreyfingar, mynda heilbrigðar venjur, konia af stað og flýta málþroskanum og stuðla á annan bátt að alhliða þroska barnsins. Engin þörf er á því, að læknar eða aðrir sér- fræðingar komizt að endanlegri niðurstöðu um sjúkdómsgreiningu, áður en hafizt er handa um niarkvisst uppeldi barnsins. í öllum tilvikum er ýniislegt hægt að gera gagnlegt, hver sem niður- staða á greiningu eða lækningatilraunum verður endanlega. Jafnvel í dreifbýli, þar sern lítill kostur er sér- fræðilegrar uppeldisaðstoðar, gætu foreldrar ttnnið mikið gagn, ef þeir vissu, hvað bæri að gcra. Hins vegar er ekki hægt að búast við því, að foreldrar almennt vili, ltvernig á að með- böndla vanheilt barn. Hér þarf að korna til hand- feiðsla og ráðgjöf til foreldranna, eins snemma °g kostur er. A það verður ekki lögð of mikil áherzla, að leikurinn er helzta leið barnsins til þroska. í gegn- tun leikinn lærir barnið að átta sig á tilverunni °g umhverfinu. Leikurinn er þess náttúrlegi vinnumáti. Fyrir barnið er leikurinn jafn mikill raunveruleiki og hefur jafn alvarlegan tilgang og vinnan fyrir okkur fullorðna fólkið. Leikurinn veitir fullnægju og gleði, þegar kraf- izt er hæfilegrar einbeitingar og andlegrar og líkamlegrar áreynzlu. En krafan um einbeitingu og áreynslu verður að vera sniðin við hæfi hvers einstaklings. Ef krafizt er of mikils eða of lítils er leikurinn einskis virði frá uppeldislegu sjón- armiði. Þróun barnsins má líkja við stiga. Þrepin geta verið mismunandi liá og mismunandi mörg, en innbyrðis afstaða þrepanna er bundin. Það er ekki hægt að hoppa ylir þrep í þróuninni. Mað- ur verður t.d. að skríða, áður en maður fer að gangá, og ganga, áður en rnaður reynir að hlaupa. Ef svo ber til, að barn stöðvist óeðlilega lengi á einhverju þrepanna, þarf að lcita orsakanna til þess og reyna að fjarlægja þær. Hver sá, sem ætlar að þjálfa þroskaheft barn, þarf að hafa staðgóða þekkingu á venjulegum þroskaferli barna. Hann þarf að vita, að hvert þjálfunaratriði krefst ákveðins þroska hjá barn- inu, og að ekki er hægt að taka til við þjálfun- aratriði á einhverju tilteknu stigi án tillits til þess, sem á undan er gengið, og þess, sent vænta má næst. Meginmunurinn á heilbrigðu barni og þroska- heftu er hraðinn á ferð þeirra upp þróunar- stigann og hversu langt hverjum einstaklingi er unnt að ná. Og þó að öll börn hafi jafn mikla þörf á að leika sér, þá verðum við að gæta þess, að oft er mjög erfitt að koma þroskaheíta barn- inu af stað. Einkenni þess er það, að það virðist ekki kunna neitt til leikja, virðist ekki hafa neitt frumkvæði og liugmyndaflug. Afleiðingin verður því oft sú, að foreldrar og aðrir í umhverfi barns- ins hreinlega leggja árar í bát. Við verðum að gera okkur ljóst, að þroskahefta barnið þarf miklu meiri hjálp, leiðbeiningar og stuðning en heil- brigða barnið. Það þarf oft að dvelja miklu lengur á hverju stigi við leik og þjálfun, það þarf mun fjölbreyltari og vandaðri leiktæki, það þarf endalausa örvun frá hinum fullorðnu og vangeta þess og seinfærni krefst bæði skilnings og mikillar þolinmæði. MENNTAMÁL 173

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.