Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 42

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 42
Ég hef nú varið hlutfallslega miklum ííma í að ræða sjónvarpið. Þetta er raunar eðlilegt, því að sjónvarpið er án efa máttugasti fjölmiðillinn eins og stendur, og ég hef aðeins drepið á fáein þeirra atriða, sem skipta máli í samskiptum barna og sjónvarps. En ég ætla einnig að víkja nokkrum orðum að uppeldishlutverki dagblaðanna. Það er, að því er ég veit bezt, ókannað mál, hvernig ís- lenzk börn nota dagblöð. En það væri þarft verk að komast eftir því, einkum vegna þess, að dagblöðin eru ein mikilvægasta uppsprettulind stjórnmálalegs fróð- leiks fyrir börn ■—• og reyndar allan þorra íólks. Rann- sókn mín bendir iil þess, að stjórnmálaumræður séu skornar mjög við nögl á heimilum flestra barnanna. Sömu sögu var að segja um skólana. Og stjórnmála- legri túlkun er, sem kunnugt er, ekki gert hátt undir höfði í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessir fjölmiðlar kjósa heldur breiðan veg afskiptaleysisins en hina vandrötuðu slóð lifandi þátttöku, þar sem öllum hagsmunaaðilum sé gert jafnhátt undir höfði. Jafnaðarlega er því ekki í önnur hús að venda en dagblööin til að fá stjórnmálalegar uþplýsingar. Og nauðsyn slíkra upplýsinga verður seint ofmetin í lýð- læðisríki. Þau eru samt öll þeim ókosti búin, að vera nátengd ákveðnum stjórnmálaflokkum. Hlutverk þeirra er að annast pólitískt uppeldi lesenda sinna. En einmitt vegna áðurnefnds ókosts mótast uppeldið af talsverðri þröngsýni, svo að gagnrýninn lesandi verður að vega og meta hvert orð, sem skrifað er í blaðið, með íilliti til stjórnmálastefnu þess. Þetta getur orðið nógu snúið fyrir fullþroska fólk, hvað þá fyrir óharðnaða unglinga. Við getum reyndar gert því skóna, að börn og ungling- ar sneiði mikið til hjá stjórnmálaefni blaðanna, en stefna blaðsins getur einnig opinberazt í fréttavali þess eða jafnvel í vali á framhaldssögu. Þess er því að vænta, að stjórnmálaskoðanir barna mótist verulega af skoð- unum þess dagblaðs, sem kemur á heimili barnsins. Þátttaka fjölmiðla í uppeldi nútímafólks er eðlileg og sjálfsögð. Og það er nauðsynlegt fyrir foreldra að reikna með þeim og hafa gætur á þeim, ekki síður en öðrum aðilum, sem fást við uppeldi barna þeirra. «----------------------------♦ BOKARFREGINI Dr. Símon Jóh. Ágústsson: Börn og bækur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Börn og Bækur eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor. Hér er um allstóra bók að ræða, 420 bls. Er bókin vélrituð á IBM ritvél og offsetprentuð í prentsmiðjunni Odda. Höfundur kemst svo að orði í for- mála: ,,Á útmánuðum 1965 gerði ég könnun á um 20% óvöldu úrtaki skólabarna í Reykjavík. Hún var tví- þætt: Annars vegar lestrarbókakönn- un, og fjallar hún um mat barna á aldrinum 10—14 ára á köflum og kvæðum í lestrarbókum og skóla- Ijóðum, sem þeim er gert að lesa. Rit þetta nær aðeins yfir þennan þátt rannsóknarinnar. Hins vegar gerði ég einnig könnun á tómstunda- lestri 10—15 ára barna ... Þetta er hin fyrsta víðtæka yfirlits- rannsókn, sem gerð hefur verið um lestrarefni íslenzkra barna og mat þeirra á því. Erlendar rannsóknir um hliðstæð efni er ekki unnt að hagnýta á íslandi nema að takmörkuðu leyti. Lestrarbókakönnunin hefur leitt í Ijós, að íslenzkum lestrarbókum á skyldunámsstigi handa 10—14 ára börnum er um margt næsta áfátt. Efni þeirra er alltof einhæft, of lítið og opnar nemendum ekki nógu víð- an sjónhring. Of margir kaflar og kvæði hæfa oft ekki því aldursstigi, sem þau eru ætluð. Allt þetta og ým- islegt fleira dregur stórlega úr því mikla almenna menntunargildi, sem lestrarbókum er ætlað að hafa. Það er eindregin skoðun mín, að gera verði heildaráætlun um samantekt lestrarbóka á öllu skyldunámsstiginu. Prófa þarf svo með fræðilegum að- ferðum, hvort efnið er vel við hæfi nemenda á hverju aldursskeiði. Hef ég lýst þessu í síðasta kafla ritsins. Aðrar menningarþjóðir verja geysi- mikilli vinnu til efnissöfnunar, samn- ingar og útgáfu lestrarbóka, eins og dæmi sýnir, sem ég tók frá Noregi.“ MENNTAMÁL 180

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.