Menntamál


Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.08.1972, Blaðsíða 30
ekki liaft mannafla til að sinna þörfum þess. Þegar deildin byrjaði sinnti hún skyldunáminu öllu, því að þá héldum við verkefnin minni en þau reyndust. Þegar til kom, þótti þó skynsam- legra að beina kröftunum að barnastiginu, ef starf þar mætti verða meira fyrirbyggjandi. Á unglingastigi koma fram rnörg ný vandamál ann- ars eðlis en á barnastigi. Þau spretta að nokkru af breyttum aðstæðum og vinnuaðferðum í skóla, tilfinningaróti gelgjuskeiðsins, valmöguleikum í námi og starfi, sundurleitari kennaramenntun unglingastigsins og mörgu fleiru. Hér er fyrst og fremst þörf leiðbeinandi viðtala við nemendurna, en ýtarleg sálfræðileg rannsókn yrði sjaldgæfari, þótt hennar geti verið þörf stundum, t.d. prófun í sambandi við náms- og starfsval. En sálfræð- ingur unglinga- og gagnfræðastigs þarf að vera mikið í skólanum sjálfum, ræða við kennara, liafa áhrif á starfið í skólanum og tryggja sam- starf kennara við lausn vandkvæða, án þess mun starf með einstaka unglinga oft verða árangurs- lítið. Vonandi verður þess stutt að bíða, að liægt verði að byggja upp sálfræðiþjónustu á ungl- inga- og gagnfræðastigi. VII. Menntun starfsmanna Sálfræðiþjónusta nær ekki tilgangi sínum, nema hún hafi á að skipa vel menntuðu og færu starfsliði, en erfitt hefur verið að fá það og halda því undanfarin ár. Tvennt veldur mestu um það: Launajöfnuður er svo mikill orðinn, að lítil tök eru á að launa betur þá, sem reyndir eru eða sér- lega hæfir í starfi, þeir geta því eins farið annað eða í störf, þar sem þjálfunar þeirra er ekki þörf, og hafa þar léttara eins vel launað verkefni. Þá virðist mikil tilhneyging hjá háskólanemum nú á tímum að hætta sem fyrst námi og leita sér starfa með minnstu mögulega menntun. Það er eins og fólk þoli nú verr en áður að búa við tak- mörkuð kjör námsmanna 2—3 árum lengur. Þessu veldur hið rnikla lífsgæða- og neyzlukapp- hlaup síðustu ára. Ljúka því fáir nárni. Lágmarksmenntun skólasálfræðinga tel ég vera 5—6 ára háskólanám, auk einhverrar hagnýtrar reynslu. Hið nýja sálfræðinám við Háskóla ís- lands gæti vakið vonir urn meiri starfskrafta á þessu sviði. Þetta er þó aðeins fyrri hluti eða þriggja ára nám með aukagreinum. Þeir sem ljúka því, þurfa þá að fara utan og bæta við sig 2—3 árurn í háskóla til að Ijúka fullgildu al- mennu sálfræðinámi. Að því búnu þurfa þeir minnst 2ja ára starfsþjálfun undir handleiðslu reyndra starfsmanna lil að ráða sæmilega við hlutverk skólasálfræðinga á eigin spýtur. Starfsþjálfun væri að einhverju leyti hægt að fá hér heima á Sálfræðideild skóla og Geðdeild barnaspítala, en þjálfun við góðar stofnanir er- lendis er auðvitað æskileg, því að þar kynnast menn fjölbreyttari viðfangsefnum, og við góðar stofnanir erlendis er völ meiri kennslu og leið- beiningar. Menntun skólaráðgjafa í unglinga- og fram- haldsskólum, sem nú er oft rætt um og ráð fyrir gert í frumvarpi að grunnskólalögum, þarf í heild að vera ámóta mikil og menntun skólasálfræð- inga, en mætti vera nokkuð annars eðlis og helst fjölbreyttari. Skólaráðgjafi á m.a. að leiðbeina um náms- og starfsval og námstækni, en auk þess sinna einstaklingsbundnum vandamálum nem- enda, sem sálfræðingur þeirra. Hann þarf því, auk undirstöðumenntunar í sálfræði eða félags- ráðgjöf, að þekkja vel námsbrautir og atvinnu- líf, en einnig vera þjálfaður leiðbeinandi og hafa haft reynslu af því að meðhöndla margvísleg vandamál fólks. Æskilegast mun vera, að skóla- ráðgjafi liafi áður starfað við sálfræðideild. Menntun þessa fólks þarf að undirbúa og skipuleggja sem allra fyrst. Gæti hún að ein- hverju leyti farið fram hér á landi. VIII. Ályktanir að lokum Ég hef rætt hér nokkur hagnýt atriði varðandi skipulag og framkvæmd sálfræðiþjónustu aðal- lega út frá eigin reynslu og sjónarmiðum. Mér finnst öll þau ár, sem ég hef unnið að þessum málum, hafi ég verið að læra eitthvða nýtt og vil því segja öðrum frá einhverju af þessu. Nú virð- ist augljóst, að ]jað fellur í hlut þeirrar kynsléjð- ar sálfræðinga, sem útskrifast á 8. áratug aldar- MENNTAMÁL 168

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.