Vorið - 01.12.1968, Page 4
fræðingur vorið 1960. Einu ári síðar fór ég í íþróttakennaraskólann og var
þar veturinn 1962—1963.
— Og svo byrjaðir þú að kenna íþróttir?
—- Já, ég kenndi fyrst á Bændaskólanum á Hólum í 3 mánuði veturinn
1963—1964. En frá ]964 hef ég verið íþróttakennari við Barnaskóla Ak-
ureyrar.
— Og þú stundar alltaf íþróttir?
— Já, knattspyrna og íimleikar eru uppáhaldsíþróttir mínar. Ég hef iðk-
að knattspyrnu í K. A. frá barnsaldri. Eg hef leikið í meistaraflokki frá
1961.
— Þú liefur einnig leikið nokkra landsleiki?
—- Já, ég var fyrst valinn í landslið 1961. Frá þeim tíma hef ég leikið
í Unglingalandsliði tvisvar, en það er bundið við 24 ára aldur, í B-lands-
liði einu sinni og A-landsliði 8 sinnum, og verið varamaður í nokkrum lands-
leikjum. Þá hef ég leikið fjölda leikja við ýms úrvalslið.
— Svo hefur þú keppt fyrir IBA?
— Sjö undanfarin ár hef ég keppt með meistaraflokki Iþróttabandalags
Akureyrar. Fjögur síðastliðin ár hefur Einar Helgason, kennari, verið þjálf-
ari okkar. Við höfum æft frá áramótum þar til keppnislímabili lýkur. Venju-
lega æfum við 3—4* kvöld í viku og allflestar helgar.
í þessu liði hafa verið að mestu sömu menn þessi ár og góður andi. Síðast-
liðin tvö ár höfum við verið í þriðja sæti í keppninni um Islandsmeistara-
titilinn.
— Hefur þú nokkuð dvalizt erlendis við iþróttaæfingar?
— Eg dvaldi um hálfsmánaðartíma hjá St. Mirren í Glasgow til að kynna
mér knattspyrnu. Með því liði lék Þórólfur Beck síðar.
— Hvað viltu segja urn íþróttalífið í bænum?
— Það er vaxandi áhugi á íþróttum og batnandi aðstaða. Einkum fyrir
vetraríþróttirnar m. a. með skíðalyftunni nýju. En tilfinnanleg vöntun er á
nýju íþróttahúsi, sem fullnægir þörf skólanna og fyrjr innanhússíþróttir.
Þá er mjög bagalegt, live seint er hægt að æfa á útivelli á vorin. Rætt er uni
vélfryst skautasvell í framtíðinni.
— Nokkuð sérstakt að lokum?
— Aðeins þetta: Að sem fyrst verði byggt nýtt íþróttahús, svo að hægt
verði að æfa fimleikaflokka til sýninga.
146 VORIÐ
E. Sig.