Vorið - 01.12.1968, Síða 5

Vorið - 01.12.1968, Síða 5
 HIN HELGA NOTT EFTIR ZACHARIUS TOPELIUS Allir kannast við jólasveininn. En hversu margir kannast við jólahafur- inn? Einu sinni var hann góður vinur barnanna. Nú skal ég lýsa honuni fyr- ir ykkur: Á aðfangadagskvöld kemur hann inn í stofuna gangandi á fjórum fótum. Feldurinn er nöturlegur, skegg- ið langt, homin eru trésleifar og svo er hann með fulla körfu af jólagjöf- um. Hann er dálítið fornfálegur. Jóla- sveinninn hefur tekið við hlutverki hans. Jólasveinninn hefur aðeins tvo fætur. Hið eina, sem minnir á hafurinn er skeggið og kuflinn. En þótt jólasið- irnir breytist og hafurinn korni ekki oftar til okkar, þá fer hann ef til vill eitthvað annað. Einhvers staðar verður hann að koma, vegna þess að örlög hans hér í heimi eru að ganga. Ganga og ganga.... Hver hafurinn er? Jahá, sá, sem vissi það. Eg þori að veðja gömlum sveskju- steini á móti þrjátíu rúsínum um það að þú getur ekki sagt mér hver jóla- hafurinn er. Og ef þú vinnur, hefur þú ekki aðeins unnið sveskjustein, heldur líka tréð, sem vex upp af þessum kjarna. Og ekki aðeins þetla tré, heldur og öll þau tré, sem vaxa upp af sveskjukjörn- um þess, og allar sveskjur, sem vaxa á öllum þeim trjám og allar þær sveskjur, sem á ókomnum árum vaxa upp af þess- um óteljandi sveskjum. í stuttu máli: allar sveskjur í öllum heiminum. Og þá held ég að þú farir að hugsa þig um. Ertu svolítið forvitinn að vita hver jólahafurinn er? Þú skalt ekki ímynda þér að það sé Pétur eða Páll, sem hafi dulbúið sig. Þú mátt þó ekki halda að ég viti það ekki? Það var nú einmitt ég, sem fann söguna af honum í gamalli körfu fullri af jólapappír uppi á lofti, þegar ég var átta ára. Hefurðu lesið jólaguðspjallið? Já, auðvitað. annars gætirðu ekki vitað livað jólin væru. Jólin eru ekki gjafirn- ar, ekki jólatréð, ekki lausn frá námi, ekki einu sinni öll ljósadýrðin eða sálmasöngurinn í kirkjunni. Jólin eru mikið meira, og frá því er sagt í guð- spjallinu. En það er svo mikilfenglegt og háleitt, að það rúmast ekki í lítilli frásögn. Þess vegna ætla ég að segja þér svolítið um hina helgu nótt. VORIÐ 147

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.