Vorið - 01.12.1968, Side 10
fallegt reiShjól af beztu gerð, sem var
eign hans. Loksins átti hann reiöhjól.
Þetta var þó aðeins draumsýn. Hann
vaknaði af henni við það að hann átti
ekkert reiðhjól og myndi áreiðanlega
ekki ná 1. einkunn á prófinu í vor.
Kannski aldrei? Svo raunsær var hann,
þótt hann væri aöeins ellefu ára.
„Þú hefðir aldrei átt að lofa honum
þessu reiðhjóli,“ liafði mamma hans
sagt við pabba hans. „Hann getur aldrei
unnið til þess að fá það. Þetta verða
aldrei nema vonbrigöi og eru þegar orð-
in það. Sársaukafull vonbrigði.“
„Ég hef nú trú á, að hann geti náð
fyrstu einkunn, ef hann les nógu vel,“
sagði faðir hans.
„Hann fékk nú ekki nema 5 í aðal-
einkunn í fyrra. Hann fær aldrei nema
í mesta lagi 6 í vor, og kalla ég það gott.
Til hvers er að vera að kvelja hann með
þessum skilyrðum, sem hann getur
aldrei fullnægt. Það gerir honum ekkert
nema illt. Þessi stöðugu vonbrigði hafa
ill áhrif á hann. Þú veizt hvað hann er
viðkvæmur að eðlisfari. Hættu nú að
setja þetta skilyrði og gefðu honum
reiðhjól. Það hefði betri áhrif á hann,“
sagði móðir Orra.
„Þú hefur sjálf enga trú á drengnum.
Það hefur heldur ekki góð áhrif á
hann,“ sagði faðir Orra.
„Það er satt, að ég hef ekki trú á
honum sem námsmanni og stúdents-
prófi nær hann aldrei,“ sagði móðir
Orra. „En það getur orðið maður úr
honum samt, meira að segja góður og
nýtur maður, og það er fyrir öllu.“
„Þú hefur aldrei reynt að vera mér
samtaka um að herða á drengnum við
námið,“ sagði Gunnar faðir hans.
„Ég bara þekki hann betur en þú og
veit, hvaða kröfur hægt er að gera til
hans. Það á aldrei að gera rneiri kröfur
til barna en þau eru fær um að full-
nægja. Ég held, að þú ættir að gefa
honum reiðhjólið núna og vita hvaða
áhrif það hefur á hann,“ sagði móðir
Orra.
„Það er nú það,“ sagði Gunnar fað-
ir Orra.
— Nú kom Orri niður lil foreldra
sinna, og var mjög þreytulegur.
„A ekki að fara að borða, mamma?“
spurði hann. „Mig langar annars ekki
í neinn mat,“ bætti hann við.
„Jú, ég ætla að fara að leggja á borð-
ið, Orri minn,“ sagði mamma hans.
„Þú verður að borða, væni minn. Það
er fyrir öllu.“
— Svona liðu dagarnir einn af öðr-
um. Þeir færðu Orra engan sigur. Hann
fékk lélega einkunn í dag, skárri í gær,
en aftur lélega á morgun. Þess vegna
kom liann alltaf 'hei rn þreytulegur og nið-
urbeygður. Hann kveið alltaf fyrir að
hitta pabba sinn, þegar honum hafði
gengið illa á prófinu. Hann spurði hann
alltaf um prófið, þegar heim kom, en
þaðan voru engar góðar fréttir að færa.
Loks var prófunum lokið og börnin
höfðu fengið einkunnir sínar. Orri
bjóst ekki við neinu góðu. Hann haföi
aldrei búizt við að fá 1. einkunn, og þá
heldur ekki reiðhjólið. En einhvern veg-
inn var það þó svo, að hann vonaðist
samt eftir því í lengstu lög að fá reið-
hjólið, þótt hann ynni ekki til þess. En
152 VORIÐ