Vorið - 01.12.1968, Side 12
til sín, þar sem að honum var hlúð.
Ekki varð honum meint af þessu volki.
Foreldrar Orra höfðu enga hugmynd
um þennan atburð fyrr en hann kom
heim rennblautur og dasaður. Hann
hafði hlaupið heim, þegar hann var bú-
inn að bjarga litla drengnum, en kærði
sig ekki um neitt þakklæti eða læti út
af þessum atburði.
Þeim hjónum brá í brún, þegar Orri
kom inn á eldhúsgólfið og vatnið lak
úr honum. Hann sagði þeim í stuttu
máli frá því, sem gerzt hafði eins og
það hefði verið sjálfsagður hlutur.
Móðir. hans færði hann úr fötunum og
háttaði hann ofan í rúm. Honum varð
ekkert meint af þessu baði. En á eftir
áttu hjónin langt samtal.
Líður nú nóttin og fram undir há-
degi næsta dag. Orri var heima við og
sat nú inni í stofu með foreldrum sín-
um. Allt í einu er barið að dyrum. Þarna
voru þá komnir foreldrar litla drengs-
ins, sem Orri hafði bjargað frá drukkn-
un kvöldið áður, Ólafur kaupmaður og
kona hans.
„Við erum hingað komin til að þakka
þér, Orri minn, fyrir björgunina á
Grétari litla, syni okkar. Þú hefur gefið
okkur það dýrmætasta, sem við eigum,
en það er líf drengsins okkar. Það er
svo mikil gjöf, að hana er ekki hægt að
þakka á nokkurn háU. En til að sýna
þér einhvern þakklætisvott komum við
með litla gjöf, sem við biðjum þig að
þiggja. Við höfum fengið að vita, að
þú átt ekkert reiðhjól.“ Nú hrá Olafur
sér fram á ganginn og kom. inn með
skínandi fagurt reiðhjól. Það var ein-
mitt svona hjól, sem Orra hafði svo
lengi langað til að eiga.
„Sjáðu, viltu þiggja þetta frá okkur
öllum?“
Augu Orra ljómuðu af gleði og hann
gekk til þeirra Ólafs og konu hans og
kyssti þau hvort í sínu lagi og þakkaði
þeim gjöfina. Það var enginn mála-
myndarkoss, heldur fólst í honum inni-
legt þakklæti.
Þegar hjónin komu inn með þessa
gjöf, brá föður Orra. Nú höfðu þessi
ókunnu hjón tekið frá honum tækifær-
ið, sem hann hafði lengi sleppt, til að
gera góðverk. Að vísu myndi það tæki-
færi koma aftur, en ekki á sama hátt.
Hann hafði beðið óþarflega lengi með
að gefa þessa gjöf og nú var það orðið
of seint, og svo komu þessi ókunnu hjón
og tóku frá honum tækifærið, sem hann
hafði svo lengi dregið að nota. Hann
mátti sjálfum sér um kenna. En hann
sveið dálítið í hjartað, þegar Orri var
að þakka þeim fyrir gjöfina. Þennan
koss hefði hann viljað fá. Þessum atlot-
um hafði hann hafnað. Hann skyldi
reyna að bæta þetta upp þótt síðar væri.
Hann skyldi sýna Orra litla meiri skiln-
ing og nærgætni, meira umburðarlyndi.
Orri hafði sýnt af sér hetjudáðir, er
hann bjargaði litla drengnum, en hugs-
aði ekkert um sitt eigið líf. Kannski var
þetta allt meira virði en reiðhjólið.
Föður Orra fannst nú allt i einu 1.
einkunnin verða svo sára lítils virði.
Orra þótti að vísu vænt um reiðhjólið,
en enn vænna þótti honum þó um það
að hann hafði eignazt skilning og um-
liurðarlyndi föður síns. H. J. M.
154 VORIÐ