Vorið - 01.12.1968, Síða 14

Vorið - 01.12.1968, Síða 14
 Myndi r helgar liezt mér birtust þá, Betlehems á völlum hirða sá, þegar barn í jötu lagt var lágt, líf, sem veitti öðrum trú og mátt. Sveinninn hugumprúði, guð sem gaf, geisla sendi yfir land og haf. Megi ríkja andi hans og orð, eflast göfugt bróðurþel um storð. í Gæt þín stöðugt, jjlessað barnið mitt. Boði jólin frið í hjarta þitt. Vísir stundum er til mikils mjór, mundu það, og reyndu’ að verða stór. Tíðum amma sögu sagði mér, sögnin fagra’ um jólin kærust er. Þegar einhver lífsins brestur brú, bezt ég sæki þangað von og trú. Jólin Ijlessuð koma’ í kot og höll, Kristur gleður litlu börnin öll. Jólin varða’ og verma ævislóð, veita gull í minninganna sjóð. Skúli Þorsteinsson. 156 VORID

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.