Vorið - 01.12.1968, Síða 15
BLAÐADRENGU RIN N
Ljóshærður drengur fríður sýnum
kom inn í blaðaafgreiðsluna.
„Yantar hér hlaðadreng?“ spurði
hann.
„Já, fremur tvo en einn,“ svaraði af-
greiðslumaðurinn. Hann sat þar við
stórt borð og var að afgreiða hlöð.
Og eftir að hafa athugað svæðin, sem
um var að ræða, var það ákveðið, að
drengurinn tók að sér annað þeirra.
„Hvað heitirðu og hvað ertu gam-
all?“ spurði afgreiðslumaðurinn.
„Ég heiti Ari Helgason og er tíu
ára.“
„Sími?“
„Nei, við höfum engan síma.“
„Þá verð ég að treysta því, að þú
mætir alltaf til að saíkja blöðin.“
Þar með var þetta mál útkljáð og
Ari litli liljóp heim léttur í spori.
„Mamma, ég hef fengið vinnu.“
„Hvað erlu að segja, barn?“
„Ég hef tekið að mér að bera út
blöð.“
„Heldurðu að þú hafir tíma til þess
frá skólanum?“
„Já, ég legg bara svolítið meira að
mér. Ég ætla að safna mér fyrir skíð-
um. Allir strákar í mínum bekk eiga
skíði.“
„Jæja, góði minn. Þá reynir þú það.“
Móðir hans var í eldhúsinu og var
að taka til matinn. Hún var þreytuleg,
miðaldra kona. Þau Ari og hún bjuggu
hér ein í lílilli leiguíbúð. Hún liét
Ragna og vann í verksmiðju síðari
hluta dagsins.
Svo leið fram á veturinn. Ari litli
hafði lagt talsvert í sparisjóðsbókina
sína og sá tími nálgaðist, að hann gæti
keypt sér skíði.
Þá var það einn dag, að hann kom
heim grátandi, rispaður í framan með
rifin föt. Móðir hans tók hlýlega á
móti honum,'huggaði hann og lét plást-
ur á skrámumar.
„Hvað hefur komið fyrir, góði minn?
Hvers vegna kemur þú svona útleik-
• o u
ínn c
„Hann Hjálmar í Koti réðist á mig,
þegar ég var að enda við að bera út
blöðin, kaffærði mig og hrakti. Hann
er ári eldri en ég og miklu sterkari. Það
var með lionum annar strákur, sem hló
stöðugt meðan hann píndi mig. Verst
var að ég átti tvö blöð eftir og þeir
feyktu þeim út í buskann.
„Það er alltaf eitthvað til af illa inn-
rættum götustrákum. Við verðum víst
að taka þessu eins og hverju öðru mót-
VORIÐ 157