Vorið - 01.12.1968, Side 19
hefur ekkert á móti því. RíkarSur veit,
að negrar eru ofsóttir í Ameríku. Eng-
inn þarf að skýra fyrir honum hvað
það er, að vera hæddur vegna kynþátt-
ar síns. Ríkarður er af gyðingaættum,
og þó að hann búi í hverfi, þar sem
menntað fólk býr, hefur Ríkarður oft
heyrt börn kalla á eftir sér „gyðinga-
ormur“ eða „gyðingaþrjótur“.
Tíðar kirkjugöngur.
Sidney pabbi, Conny mamma og
Ríkarður ræða oft um þessi mál. Rík-
arður hefur lært að virða annarra skoð-
anir án tillits til trúarl)ragða, litarliáll-
ar eða efnahags. Og nú komum við að
öðru efni, sem gerir Ríkarð að týpisk-
um amerískum dreng: Hann trúir á guð
og fer oft í kirkju. Ásamt Margréti syst-
ur sinni les Ríkarður einu sinni í viku
hebresku hjá rabbí (gyðingapresti)
sínum, eftir þrjú ár hefur hann lært
nóg til að verða fermdur. Þá verður
hann fullgildur meðlimur í söfnuði
gyðinga, 13 ára gamall. Pabbi Rikarðs
segist greiða mikið fé árlega til must-
erisins og safnaðarstarfsins, eða um
15000 krónur.
En í skóla Ríkarðs er ekki talað
mikið um trúmál. Þar er engin morgun-
bæn. Hver dagur í skólanum hefst með
fánahyllingu og á eftir syngja börnin
ameríska þjóðsönginn.
„Fótbolti“ með höndunum.
Stundum leikur Ríkarður sér í „fót-
bolta“ eftir skólatíma.
Amerískur „fótbolti“ er aflangur, og
Margrét systir Ríkarðs les rneð honum.
þar er ekki leikið aðeins með fótun-
um heldur bæði með höndum og fótum.
Tvo daga í viku leikur Ríkarður „fót-
bolta“. Aðrir fastir liðir í hverri viku
eru:
Einn dag vikulega: Að læra á slag-
hörpu (píanó).
Einn dag vikulega: (laugardag) í
„sunnudagsskóla“.
Einn dag vikulega: Kennsla undir
fermingu.
Einn dag vikulega: Skátafundur.
Einn dag vikulega: Leikfimi.
Einn dag vikulega: Til guðsþjónustu.
Það er skiljanlegt, að Ríkarður hef-
ur nóg að gera. Þar að auki les hann
margar bækur (t. d. Róbínson Krúsó),
hjólar, horfir á sjónvarp, fer í kvik-
VORIÐ 161