Vorið - 01.12.1968, Síða 21

Vorið - 01.12.1968, Síða 21
SYSTKININ í SÓLEY EFTIR HANNES J. MAGNÚSSON Framhald. í þessu bili Ikom Gestur heim. Halla sagði honum frá því, sem sagt var í út- varpinu og Gestur sagði konu sinni aft- ur frá því helzta, sem gerzt ihafði í ferð hans. „Mér þykir ekki ólíklegt, að krakk- arnir hafi af einhverjum ástæðum álp- azt til einhverrar annarrar eyjar, vilj- andi eða óviljandi,“ sagði Gestur, „og misst þar bátinn frá sér. Kannski hafa þau verið búin að missa árina áður?“ „Já, þetta getur allt verið eðl':legt,“ sagði Halla. „Og við skulum vona að guð gefi, að svo sé.“ „Nú er ekkert hægt að gera nema bíða,“ sagði Gestur, „og vona hið bezta. Það reynir á stillinguna. En við verð- um að komast einhvern veginn yfir þessa erfiðleika.“ „Ætla þeir líka að leita úr flugvél- um?“ spurði Halla. „Já, það er óhjákvæmilegt. Það er ómögulegt að komast yfir að fara á sjó til allra eyja í flóanum. Ég býst við, að einhverjar flugvélar séu þegar farnar af stað.“ „Bara, að það verði nú flugveður,“ sagði Halla. „Það var eklki gott í morgun, mjög lágskýjað yfir Eyjaflóa, en það var að birta þar til, þegar síðast fréttist.“ „Hefur þú ekkert sofið, Gestur?“ spurði Halla. „Nei, en þú?“ „Nei, ég hef ekkert sofið, en það ger- ir ekkert til með okkur, bara að börnun- um okkar líði vel.“ „Já, guð gefi að þeirn líði vel. En nú ættum við að reyna að sofna.“ 6. Milli vonar og ótta. Börnin frá Sóley, sem höfðust um þessar mundir við á eyðiey einhvers staðar úti á Eyjaflóa og biðu eftir björgun, vissu auðvitað ekkert um allt þetta umstang, en þau þóttust vita, að nú væri hafin leit að þeim og voru því vongóð eftir ástæðum. Þegar þau vökn- uðu næsta morgun eftir erfiða og ónæðissama nótt, var komið gott veð- ur. Það hafði þó eitt gott hlotizt af öll- um þessum ólátum í veðrinu: Þau höfðu safnað nokkrum birgðum af drykkjarvatni en þau voru alltaf þyrst. Kannski var það af því, að þau þurftu að spara vatnið og höfðu óttast vatns- skort. I’au byrjuðu nú daginn með því að borða sína pysjuna hvort og drukku VORIÐ 163

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.