Vorið - 01.12.1968, Page 24
tínt í fjörunum, voru sumar blaufar og
loguðu illa.
„Eg er viss um, að þessi reykur sést
langt til af því að það er svo bjart í
dag,“ sagði Svanur.
„Kannski hann bjargi okkur nú?“
sagði Dóra. „Það er ótrúlegt að hann
sjáist ekki einhvers staðar að.“
Þarna við bálið undu börnin á með-
an það logaði, en það rauk úr því allan
þennan dag. Þegar hætt var nálega að
loga, nenntu þau ekki að horfa lengur á
það, en gengu heim að tjaldinu. Nú
máttu þau hafa sig öll við til að halda
sínu góða skapi. Hvað átti nú að taka
til bragðs?
Þó að nokkuð langt væri liðið frá því
að Einar hafði lesið Eyrbyggjasögu
bauðst hann nú til að segja þeim ein-
hver slitur úr þeirri sögu. Það var hrein-
asta sælgæti fyrir hin börnin, og raunar
Einar líka, því að hann naut þess að sjá
áhuga hinna barnanna fyrir sögunni,
þó að hún væri dálítið slitrótt. Hann
mundi þó nokkurn veginn eftir drauga-
ganginum á Fróðá, og ef það hefði ekki
verið glaðasólskin, þegar sagan var
sögð, myndu þau Dóra og Svanur hafa
orðið „myrkfælin“. Því að svo magnaða
draugasögu höfðu þau ekki heyrt áður.
Vegna þess, hvað Eyrbyggjasaga var
slitrótt í meðförum Einasr, entist hún
ekki lengi. Þá fóru börnin að segja
hvort öðru sögur, sem þau kunnu þó
öll, svo sem sögumar af Mjallhvít,
Þyrnirós, Hans og Grétu, að ógleymdri
Búkollusögunni. En börnin drukku
þetta í sig eins og þau hefðu aldrei
heyrt það áður.
Þau voru alltaf að hlusta eftir flug-
véladyn og horfa upp í loftið, en ekkert
gerðist. Þau trúðu því ekki, að flug-
vélarnar, sem sennilega voru að leita,
færu alltaf fram hjá þessari ey... . En
hvernig færi nú, ef leitinni yrði hætt,
vegna þess, að hún væri talin vonlaus?
Þau þorðu ekki að segja þetta upphátt.
Þau þorðu varla að hugsa þetta. Það
var svo hræðilegt. Nei, þau ásettu sér
hvert í sínu lagi að hugsa ekki svona
hugsanir.
— Þessi dagur leið einnig að kvöldi.
Börnin voru nú með daufasta móti.
Meðal annars vegna þess, að nú var all-
ur matur genginn til þurrðar. Þau áttu
þó enn eftir dálítið af drykkjarvatni, en
það var glóðvolgt og svalaði illa þorsta.
Þau þorðu þó ekki annað en spara þetta
vatn, þótt þau væru sárþyrst. Nú gátu
þau sett sig í spor þeirra manna, sem
ráfuðu um vatnslausar eyðimerkur í
brennandi sólarhita, og þó voru kjör
þeirra ólíkt betri.
Um kvöldið sofnuðu þau í þungu
skapi. Kannski bænirnar þeirra hafi
líka verið með heitasta móti þetta kvöld?
Þau sofnuðu þó fljótlega og sváfu
draumlausum svefni til morguns.
— Fjórða daginn á eynni vöknuðu
þau við það að sólin skein á tjaldið
þeirra. Nú var ekki um neinn morgun-
verð að ræða. Þau lögðu því af stað út
á eyna til að leita að eggjum, sem þau
ætluðu að súpa úr til að svala hungri
sínu. Þau gerðu margar tilraunir að
finna egg, sem ekki voru orðin unguð,
en það ætlaði ekki að ganga vel. Þau
vildu sem sé ekki súpa úr eggjum nema
166 VORIÐ