Vorið - 01.12.1968, Síða 25
þau væru alveg viss um a'ð' þau væru ný.
Loks gátu þau þó fundið nokkur egg,
sem sukku í vatni, sem þau voru lögð í.
Það var merki þess, að þau væru ekki
orðin unguð. Það mátti varla vera
minna en tvö egg á mann, því að kríu-
egg eru ekki matarmikil. Þegar þau
höfðu sopið úr þeim, þar sem þau fund-
ust, gengu þau aftur heim að tjaldinu.
Þetta var fyrirhafnarlítill morgunverð-
ur, og drengirnir höfðu orð á því, að
nú væri hlutverki ráðskonunnar eigin-
lega lokið.
Svona höfðu hinir frumstæðu íbúar
jarðarinnar lifað. En þeir höfðu nóga
ávexti, sem þeir gátu tínt af trjánum.
Ifér var því miður lítið um þá. Börnin
settust niður. Um hvað áttu þau eigin-
lega að tala? Umræðuefnin voru einnig
á þrotum eins og maturinn.... Hvað
áttu þau ná að taka sér fyrir hendur?
Allt í einu datt Einari í hug að segja
þeim söguna af Robinson Krúsó. Hann
hafði svo oft iesið hana, að hann kunni
hana nálega utanbókar. Það átti vel við
að segja hana hér, þar sem þau slóðu
nú í sporum þessa fræga skipbrots-
manns. Hin börnin þekktu einnig vel
þessa frægu sögu, en það gerði ekkert
til. Þau hlustuðu á liana af brennandi
áhuga og það var aðalatriðið.
Það truflaði börnin ekkert eða tafði
frá því að hlýða á söguna. Einar hélt
henni því áfram, þar til henni var lokið.
Undir kvöld heyrðu börnin enn í flug-
vél og sáu hana meira að segja. Þetla
var auðsjáanlega leitarflugvél, því að
þau þóttust sjá, að hún flygi frá einni
ey til annarrar. En það var einkenni-
legt, að hún skyldi ekki fljúga yfir eyna
þeirra. Var hún svona nauðaómerkileg
í augum allra? Börnin reyndu að veifa
og kalla, en það var alveg vonlaust.
Flugvélin var svo langt í burtu. Börnin
störðu sífellt þangað, sem hún hvarf. En
hún var nú með öllu horfin í skýja-
þykkni, og nú var auðsær vonbrigða-
svipur á andlitum barnanna. En þau
urðu enn einu sinni að sælta sig við
vonbrigði.
„Það er undarlegt, að engir bátar eða
skip skuli sjást hér á flóanum,“ sagði
Einar ,.,Ég hélt, að þau væru einmitt
nú við fiskiveiðar.“
„Það eru kannski engin fiskimið á
þessum slóðum,“ sagði Dóra. „Annars
ættu bátarnir að sjást á leið út á miðin.“
Svo undarlega brá nú við, að börn-
in sáu einmitt þessa stundina til skipa-
ferða í vestri. Það virtist vera nokkuð
stórt skip og sigldi í suður. Það var
annað hvort togari eða eitthvert strand-
ferðaskipið.
„Ef við hefðum nú neyðarblys til að
skjóla í loft upp,“ sagði Einar, „hefð-
um við líklega getað vakið athygli á
okkur, þótt alltaf sé bjart.“
„Já, ef við hefðum til dæmis liaft
það núna, hefði skipið kannski séð
þau,“ sagði Svanur.
„Það er nú ekki enn útséð mn, að
bálið okkar eða reykurinn liafi sézt,“
sagði Dóra.
„Nei, það getur tekið sinn tíma að
koma um það fregnum til réttra aðila.“
Þetta var leiðinlegasti dagurinn i
eynni og ætlaði aldrei að líða. Börnin
voru líka bæði svöng og þyrst, en loks
VORIÐ 167