Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 28

Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 28
ráð fyrir að væri flugmaðurinn, því aS ekki kunni pabbi þeirra að' stjórna þyrlu. „Pabbi! — Pabbi! — Pabbi!“ hróp- uðu börnin og fleygðu sér um háls pabba síns hvert á eftir öðru, eða jafn- vel öll í einu. „Komið þið blessuð og sæl, börnin mín elskuleg,“ sagði pabbi þeirra. „Var ykkur ekki farið að leiðast?“ „0, jú, jæja, dálítið,“ sögðu börnin. Þið eruð mestu hetjur,“ sagði pabbi. „En nú er ekki tími til að hlusta á neina ferðasögu. Við látum hana bíða þar til við erum komin heim og lofum þá mömmu að heyra hana líka,“ sagði pabbi. „En mikið er búið að leita að ykkur og mikið hefur verið talað um hvarf ykkar. Það hefur verið leitað um þveran og endilangan Eyjaflóa.“ „Já, við erum oft búin að sjá flug- vélar, en við héldum, að þær ætluðu aldrei að koma til okkar.“ „0, jú, en síðast var hringt til Reykja- víkur af Skarðsströnd. Þá hafði ein- hver lítill fiskibátur þótzt sjá reyk út við sjóndeildarhringinn í vestri.“ „Það hefur verið frá bálinu okkar,“ sagði Einar. „Kveiktuð þið bál?“ spurði faðir þeirra. „Já, við gátum kveikt bál í gærmorg- un,“ sagði Svanur. „Það hefur þá verið það, sem bjargaði okkur!“ „Já, alveg vafalaust. Þessi litli bát- ur gat gefið svo vel upp stefnuna, þang- að, sem reykurinn sást, að flugvélin, sem lagði af stað í morgun, gat hæglega fundið ykkur,“ sagði pabbi. „Svo fengum við þessa þyrlu til að sækja ykkur.“ „Ég hef aldrei farið í þyrlu. Ég hlakka til að fljúga í henni,“ sagði Dóra. „Ja, þetta hefur nú verið meira ævin- týrið, börnin mín. Ég hlakka til að heyra alla söguna,“ sagði pabbi. „Þið hafið víst ekki mikinn farangur með ykkur?“ spurði flugstjórinn bros- andi. „Nei, ekkert nema okkur sjálf,“ sagði Einar. „Jú, pottinn, prímusinn og tjaldið okkar,“ sagði Dóra. „Og svo fáeinar skeljar, sem við tínd- um,“ sagði Svanur. „Jæja, upp í með ykkur,“ sagði pabbi. „Mamma ykkur bíður heima.“ Þegar börnin voru sezt upp í þyrl- una, sem sveif í háa lofti og stefndi inn Eyjaflóa, urðu þau öll hrifin af úl- sýninu, sem blasti við þeim. Hvílík feg- urð. Nú sáu þau í fyrsta sinn, að eyj- arnar voru óteljandi. Þetta var dásam- legt ferðalag á eftir öllu, sem á undan var gengið! Eftir stutta stund komu þau auga á eyjuna sína, Sóley. Þama var hún, blessuð, og brosti til þeirra. Þarna sáu þau móður sína, sem veifaði til þeirra, þegar þyrlan var að lenda. Þegar þau voru öll komin út, köstuðu þau sér hvert á eftir öðru í fang móður sinnar, sem grét af gleði. Ég held, að þau hafi öll grátið af gleði. Ég held að við ættum að fylgja þess- ari hamingjusömu fjölskyldu inn í hús- ið þeirra, en lofa þeim að njóta endur- fundanna í næði. Framhald. 170 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.