Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 29
GOÐURSNJOR
EFTIR HJÖRT HJÁLMARSSON
Persónur:
Fógetinn. Keli og Valdi, lijáleigu-
bœndur. Pétur, stórbóndi. Oli, sonur
Péturs.
I. ÞÁTTUR.
(Svið: Skrifstofa Fógetans.)
FÓGETI: (Situr á skrifstofu sinni og
krotar á blacf.) Látum okkur sjá.
Hvað hefur maður önglað saman í
dag? Palli gamli í Brekkubæ, 30 kr.
Mangi á Nöfinni, 25 kr. Láki í Rófu-
bæ, 40 kr. Ójá, allt og sumt er það.
Það er ekkert af þessum ræflum að
hafa. (Barið.) Kom inn.
KELI: (Inn.) Yðar almektugheit vild-
uð finna mig.
FÓGETI: Já, ég þurfti að tala við þig
um alvarlegt mál, Keli. (Fram.)
Hver skollinn var það nú, sem ég
ætlaði að klekkja á karlinum með.
Jæja, maður verður að finna eitl-
hvað.
KELI: En yðar almegtugheit, ég get
fullvissað þér og yður um að ég hef
ekkert brotið af mér þessa dagana
FÓGETI: (Byrstur.) Þegiðu Keli, ég er
að hugsa.
KELI: Já, já. Ég skal steinþegja.
FÓGETI: (Rýkur upp.) Hvað er þetta,
dóninn þinn. Tekurðu ekki ofan,
þegar þú gengur fram fyrir yfir-
valdið?
KELI: (Rífur af sér húfuna og vöðlar
henni saman milli handanna.) Ég bið
auðmj úklega afsökunar.
FÓGETI: (Fram.) Þarna kom það.
(Við Kela.) Veiztu Keli, hvað á því
])ví segist að sýna yfirvöldunum slika
óvirðingu?
KELI: Nei, yðar almegtugheit.
FÓGETI: Ég gæti látið setja þig í
margra ára tugthús. En af góðsemi
minni ætla ég að láta þig sleppa með
100 kr. sekt.
KELI: En yðar almegtugheit, ég á ekki
nema 10 krónur.
FÓGETI: Bull og vitleysa. Annars er
það verst fyrir þig. Þá er það tugt-
húsið.
KELI: (Dregur upp budduna, hvolfir
úr henni.) Þetta er allt sem ég á og
þá hef ég ekki einu sinni aura eftir
lil að kaupa í matinn.
FÓGETI: Jæja, kannski ég láti þig
sleppa með þetta, en þá máttu eng-
um segja frá því, að ég hafi verið
svona mildur við þig. Og út með
þig svo.
VORIÐ 171