Vorið - 01.12.1968, Page 30
KELI: En ætlaði Fógetinn ekki að
tala--------
FÓGETÍNN: Hvaða ósvífni er þetta?
Heyrðirðu ekki að ég sagði út með
þig-
KELI: Já, já. (Út.)
FÓGETI: (Telur peningana.) 32,50.
Já, ekki var þessi burðugur.
(Barið.) Kom inn.
VALDI: ILerra yfirvaldið vildi tala við
mig.
FÓGETI: Já — hvað var það nú með
þennan? Já, það er alveg rétt. Þú átt
rauðskjóttu hryssuna, sem hér er
stundum fyrir utan.
VALDI: Já, herra fógeti. Ég á hana,
blessaða skepnuna.
FÓGETI: í gær hafði hún lagt frá sér
stóreflis hrúgu, hérna rétt utan við
hliðið hjá mér.
VALDI: Ó, yðar herlegheit. Það hefur
áreiðanlega ekki verið viljandi. Ég
skal undireins þrífa þetta.
FÓGETI: Það verður þú auðvitað að
gera. En er þér kannske ekki ljóst að
þetta er stórkostleg óvirðing við keis-
aralegan embættismann ?
VALDI: Ég bið auðmjúklega afsök-
unar.
FÓGETI: Þó það væri nú. En hefur jjú
gert þér ljóst að þetta getur kostað
þig Síberíuvist?
VALDI: (Fellur á kné.) Ó, yðar hável-
borinheit.
FÓGETI: Svona, svona. Af því að þú
átt miskunnsamt yfirvald, ])á ætla ég
að hlífa þér við að skýra keisaranum
frá þessu, en þá verður þú að greiða
mér 200 krónur.
VALDI: Ó, yðar hávelborinheit, ég sver
það að ég á ekki nema 20 krónur til
í eigu minni.
FÓGETI: Það var leiðinlegt, Valdi
minn. Þá er víst ekki um annað að
ræða, en Síberíu.
VALDI: (Dregur upp skjóðu.) Hérna
er aleigan, 40 krónur. En svo eigum
við smjörpinkil heima, sem við ætl-
uðum að geyma til páskanna, og hann
skuluð þér fá.
FÓGETI: Jæja, ætli ég sleppi þér ekki
með það. Og farðu svo.
VALDI: Ég þakka ástsamlega. Og svo
skal ég sjá um að sú rauðskjótta
óhreinki ekki keisarans snjó. (Fer.)
FÓGETI: Já, aurnt er þetta. Það er ekk-
ert af þessum ræflum að hafa. Eini
maðurinn, sem eitthvað gæti munað
um er hann Pétur á Stóru Vöilum.
En hann er svo útundir sig, bannsett-
ur karlinn, að það er aldrei hægt að
hanka hann neitt. En bíðum við.
Hvað sagði hann Valdi gamli. Keis-
arans snjó. Já, ætli maður verði ekki
að reyna.
II. ÞÁTTUR.
(Stofa hjá Pétri bónda. Pétur situr við
borð og er að telja petiinga.)
PÉTUR: Ojæja, ojæja. Þetta hefur ékki
gengið sem verst, þetta árið. Þrjú,
fjögur, fimm. Ójá, fimm þúsund ætti
maður að geta lagt inn á bankann.
Ekki nein ósköp en betra en ekki
neitt. (Hlustar.) Mér heyrist einhver
vera að koma. Gáðu að strákur, hver
það er.
172 VORIÐ