Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 31
OLI: (Hefur setið og veriS að staula í
bók hálfhátt. Lítur úl um gluggann.)
Það er voða fínn maður, pabbi, með
gull á húfunni sinni.
PÉTUR: Nú, já, já. Það er Fógetavarg-
urinn. Þá er víst bezt að koma þessu
undan. (Lætur peningana inn í skáp.)
FÓGETINN: (Inn.) Góðan daginn, Pét-
ur bóndi.
PÉTUR: (Sprettur upp og hneigir sig
djúpt.) Góðan daginn, herra Fógeti.
FÓGETI: Alltaf nóg að starfa. Já, því
segi ég það. Stórbóndi, Pétur á
Stóru Völlum.
ÓLI: Pabbi var að telja peninga.
PÉTUR: (Byrstur.) Farðu undireins,
strákur, og láttu inn hestinn Fóget-
ans og gefðu honum vel af höfrunum
af utanverðu hlöðuloftinu.
ÓLI: Já, pabbi. Eru það ekki hafrarn-
ir, sem maðkurinn komst í?
PÉTUR: Hana, út með þig, letiblóð.
Nei, auðvitað nýiu hafrarnir.
ÓLI: Nú, þessir á miðloftinu?
PÉTUR: (Um leið og hann ýtir Óla út.
Lágt.) Nei, á utanverðu loftinu.
ÓLT: (Fyrir utan.) Nú, maðkahafr-
amir.
PÉTUR: (Skellir aftur hurðinni.) Æ,
já, hann er sannarlegur húskross þessi
blessaður drengur.
FÓGETI: Hann er samvizkusamur
drengurinn. Sérdeilis samvizkusam-
ur. Betur að nóg væri af slíkum með
vorri þjóð.
PÉTUR: Já, það væri betur. En hann
er einfaldur, greyið.
FÓGETI: (Horfir í kringum sig og
nuggar saman höndunum.) En sum-
ir eru tvöfaldir. Já, anzi tvöfaldir.
PÉTUR: Æ, já, herra fógeti, en ekki
tek ég það til mín.
FÓGETI: Nei, mikil ósköp, nei, nei. —
Þetta er myndar bú hjó þér, Pétur
minn.
PÉTUR: Æ, minnist þér ekki á það,
Fógeti góður. Þetta hefur aldrei geng-
ið jafn hörmulega og í ár. Æmar
hrundu niður úr pestinni og kýrnar
steingeltust um veturnætur. Og fóð-
urbætirinn, sá kostar nú skilding
núna.
FÓGETI: 0, sei, sei, Pétur minn. Þetta
blómgast allt hjá þér.
PÉTUR: Nei, það er öðru nær. Ég er
bara helzt að hugsa um að hætta þessu
hokri og flytja í borgina. Þar kvað nú
vera líf og fjör. Og þar þarf maður
ekki að þræla myrkranna á milli fyr-
ir ekki neitt.
FÓGETI: Já, það segirðu satt, Pétur
minn. Það er líf og fjör í borginni.
Ja, það eru merkilegustu hlutir, sem
þeim geta dottið í hug þar. Það er
nú einmitt af því tilefni, sem ég er
á ferð hér.
PÉTUR: Jæja.
FÓGETI: Jó, sjóðu til. Þeir veðjuðu
um það við hirðina hvar snjórinn
væri hvítastur í ríkinu. Hirðmenn-
irnir sögðu að fallegasti snjórinn
væri í kringum höfuðborgina, en
keisarinn — lilessað sé nafn hans —
sagði að hann væri áreiðanlega hvít-
ari sér austurfrá. Og nú hefur hann
falið mér að finna fallegasta snjóinn
og láta þann bónda, sem væri svo lán-
samur að eiga hann, koma með 10
VORIÐ 173