Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 32

Vorið - 01.12.1968, Qupperneq 32
vagna af honum til höfuðborgarinnar, svo hann gæti sýnt þeim það svart á hvítu, þessum merkikertum við hirð- ina, hvar fallegasti snjórinn finnst. PÉTUR: Ja, hváð er að heyra þetta. Hann fær líklega laglegan skilding fyrir það. FÓGETI: Ósköp er að heyra til þín, Pétur. Eins og nokkur fari að okra á keisaranum. Eins og það sé ekki manninum nóg að færa keisaranum fallegasta snjóinn í ríkinu. Nei, nei, Pétur. Hann verður auðvitað að flytja snjóinn upp á sinn kostnað. Já upp á sinn kostnað. PÉTUR: Já, einmitt það. FÓGETI: Og nú skal ég segja þér nokk- uð, Pétur, sem ég veit að muni gleðja þig stórlega. Ég er nú búinn að fara um allt þetta hérað og hvergi hef ég fundið snjó, sem jafnast á við snjó- inn hérna hjá þér. PÉTUR: Nei, nei, herra fógeti. Þessi snjór, hérna hjá mér er svo grá- myglulegur að ég bara sárskammast mín fyrir að láta nokkurn mann sjá hann. Það kemur ekki til mála, að ég fari að færa keisaranum svona ómerki- legan snjó. FÓGETI: Vitleysa, Pétur, vitleysa. Hann er svo langsamlega fallegas'i snjór, sem ég hef séð. Já, ég sagði svona við sjálfan mig, um leið og ég ók hérna heim: Ja, allt er það eins hjá honum Pétri. Jafnvel snjórinn. Já, hann er sannkallaður lukkunnar pamfíll. PÉTUR: Nei, góði herra fógeti, ég get bara alls ekki látið nokkurn mann sjá svona ómynd. Ef ég hefði snjó eins og hann Anton nábúi minn. Það er nú snjór, sem vert er um að tala. Eins og hvítasta meyjarbringa. FÓGETI: Nei, nei, Pétur minn. Það er þinn snjór, sem keisarinn þarf að fá. 10 vagna, vel fulla. PÉTUR: En ég á ekki nema einn vagn. > FÓGETI: Þá leigirðu bara vagna og hesta. PETUR: En það kostar minnsta kosti 1000 krónur á vagn alla þessa leið. Ég hefði þó haldið að einn vagn dygði. FÓGETI: Nei, 10 vagna, Pétur minn, það er keisaraleg tilskipun. Heldurðu kannske að keisarinn ælli að láta hirðmennina geta sagt að hann hafi valið úr snjónum hérna einhverja ómyndar óveru? PÉTUR: En ef ég borgaði nú fógetan- um svona 1000 krónur, væri þá ekki alveg eins hægt að taka snjóinn hans Antons? FÓGETI: (Móðgaður.) Hverskonar maður heldurðu að ég sé, Pétur? PÉTUR: En 2000. Þó ég sé fátækur maður mundi ég ekki sjá eftir því fyrir blessaðan keisarann. FÓGETI: Heldurðu að nokkur hætti á að baka sér óvild keisarans fyrir skitnar 2000 krónur. Nei, heiðarleik- inn hefur alltaf verið mín leiðar- stjarna. PÉTUR: En 3000. FÓGETI: Mig tekur það ákaflega sárt, Pétur minn, en ég þori því bara ekki. PÉTUR: Ó, sjáið aumur á mér, fátæk- 174 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.