Vorið - 01.12.1968, Blaðsíða 37
FRAMHALDSSAGAN:
NÝI LEIKVANGURINN
EFTIR SVERRE BY, SKÓLASTJÓRA
12. kafli.
Sennilega léttir til í kvöld. Skýin
hverfa, og sólargeislarnir skína glað'-
lega á hópinn, sem er á leið að nýja
leikvanginum. En regnvatnið er ekki
horfið. Það hangir í þungum dropmn
á blöðunum, greinum og stráum. Það
kemur í stríðum straumum frá báðum
dalahlíðunum og gerir Bjarnarána að
stóru fljóti.
Flestir verða að taka á sig stóran
krók, því að áin rennur yfir brúna á
þjóðveginum. Þeir nota gangbrúna,
enda er hún rétt á móti leikvellinum.
Hún er líka traust, því að fjórir plank-
ar hver við hliðina á öðrum, ættu að
vera öruggir þennan stutta spöl. Það er
aðeins óþægilegt að heyra þennan há-
væra straum rétt undir skósólunum. En
það setur unga fólkið ekki fyrir sig.
I>eir hafa aðeins tíma lil að hoppa al
reiðhjólinu, og hefjast þegar handa. Þeir
horfa ekki í kringum sig. Ef þeir hefðu
gert það, þá hefðu þeir séð tvo drengi,
sem ekki eru meðal hinna glöðu ungl-
inga í kvöld. — Þetta eru Kolbeinn og
Haraldur, þeir standa við ána með haka
og safna saman timbri, sem berst með
straumnum.
Það er farið að rjúka úr húsinu, þeg-
ar Aki kemur haltrandi yfir gangbrúna
með nokkrúm félögum sínum. Nokkrir
litlir drengir leika sér að knetti á vell-
inum, og yfir skálaþakinu blaktir fáni.
Inni í nýja húsinu eru allir önnum
kafnir við að undirbúa undir vígslu-
liátíðina. Hátíðanefnd hefur að vísu
ekki verið kosin. Ekki hefur heldur ver-
ið kosinn formaður eða stjórn í íþrötta-
félaginu. Þeir eru vanir því, að Áki ráði
fram úr öllum erfiðleikum. Annars
gengur þetta nokkuð af sjálfu sér.
Sveinn í Sandmói og Agnar í Giljamói
hafa tekið að sér gosdrykkjasöluna. En
þær Hjördís og Sigríður frá Stóratúni
sitja við ryðguðu eldavélina. Nokkrir
drengir hjálpa til.
Yeizlan fer sennilega bráðum að
byrja. Þá geta menn fengið keypt kaffi
og brauð eða gosdrykki. Inngangseyrir
er enginn, af því að þetta er fyrsta
veizlan í nýja húsinu. Þá er ekki nauð-
synlegt að hafa aðgöngumiða. — Hvað
á svo að gerast þarna?
VORIÐ 179