Vorið - 01.12.1968, Page 39
ið að þakka. Amma hans sagði það,
þegar hún fékk honum peningana. —
Honum má ekki gleyma! Og nú \'eit
Áki, að þessi orð hafði hún eftir öðr-
um, frá bankastjóranum, bezta félaga
föður hans.
En félagar mínir, hugsar Áki og renn-
ir huganum aftur að öllu því, sem ger-
ist í kringum hann, muna þeir eftir
honum?
Þeir hlaupa um á tveimur heilbrigð-
um fótum og skemmta sér vel. Þeir
selja og kaupa, augu þeirra eru hnöttótt
af æsingi, meðan hann situr hér einn og
bíður eftir einhverju, sem ef til vill
verður ekkert af.
Einhver sárindi og beiskja hreyfa
sig hið innra með honum — þar til hann
sér Hjördísi með rjóðar kinnar og
liorfir í augu henni. Þá hverfur beiskj-
an og hann ætlar að standa á fætur og
fara til hennar, en þá kemur einhver og
er í vegi fyrir honum.
Hvað er um að vera? Hávaðinn eykst.
Það er ýtt til allra hliða. Áki er klemmd-
ur upp að veggnum og reynir að gera
sig eins lítinn og unnt er. — Það eru
drengirnir af Völlum, sem eru komnir,
og hann hafði sjálfur boðið. — Jón og
Níels og þrír aðrir. Þeir veifa og ýta
frá sér. Hárlokkarnir standa í allar ált-
ir og það sést í ljósgulu knattleiksblúss-
urnar, þegar jakkinn er óhnepplur.
Þeir kinka kolli til Áka. Svo ryðja
þeir sér braul að gosdrykkjunum.
Stundarkorn er eins og Björndælingar
hafi misst málið. Þeir þrengja sér sam-
an og gefa gestunum rúm. Þeir sjá
hvernig Vallnadrengirnir fara ofan í
vasa sína eftir aurum, hvernig þeir
setja flöskurnar á munninn, snúa botn-
inum upp, standa eins og stálfjöður,
þar til þær eru tómar. Þetta eru piltar,
sem vita hvað þeir vilja, heimadreng-
irnir geta ekki annað en dáðst að þeim.
En gestirnir eru ekki komnir til að
sitja inni. Áki var eitthvað að tala um
knattspyrnu, að Björndælir vildu Iáera
þá íþrótt, og nú er tækifærið. — Þeir
fleygja jökkunum á bekk og eru um
leið horfnir út um dyrnar.
Það er ekki hægt að segja,' að Mó-
sléttan sé orðin góður leikvöllur. Það
er bleyta þar, sem rutt hefur verið. En
V allnadrengirnir kæra sig kollótta.
Þeir hafa sýnikennslu fyrst. Þeir leika
sér að knettinum og senda svo hörð
skot að markinu, að knötturinn skríð-
iur í markið með fram markstöng-
inni.
Svo benda þeir fleirum að koma. Og
þarna eru fljótlega komin tvö lið. En
það eru bæði piltar og stúlkur frá tíu
ára til fermingaraldurs.
Gestiniir skipa sér í bæði liðin. Þeir
senda knöttinn á milli, kalla og klappa
saman höndunum, skjóta sjálfir eða reka
hina áfram. Þeir þurfa að læra að slá
knöttinn bæði með höfðinu og fótun-
um, og þeir þurfa að læra að skjótast
áfram, þar til tími er til að skjóta á
markið. Knötturinn er rennandi blaut-
ur, en leikmenn kæra sig kollótta. Að
lokum er varla hægt að sjá mun á kenn-
urunum og nemendunum.
Það er eins og allir hafi gleymt
íþróttaskálanum. Gosdrykkjaflöskurnar
og kaffikönnurnar standa óhreyfðar, og
VORIÐ 181