Vorið - 01.12.1968, Page 42
AUÐUN Á EYJUM
EFTIR MAGNE WERGELAND
Það eru mörg ár síðan þessi saga
gerðist. Ég hafði þá fengið fyrstu kenn-
arastöðuna mína. Það var á yztu eyj-
unum úti í Norðursjónum. Eg var
þarna með öliu ókunnugur. Landið kom
mér framandi fyrir sjónir. Ég var fædd
ur og uppalinn í fjallasveit, þar sem
mikill gróður var. En hér var allt nakið
og bert. Aðeins lyng og grastoppar til
og frá. Og utan við lá hafið. Það var
kuldalegur granni. Ég kveið þó engu.
en gekk áfram til áætlunarstaðarins og
raulaði lagstúf.
Allt í einu stóð lítill, berfættur dreng-
ur fyrir framan mig. Það var eins og
hann kæmi út úr einhverjum klettinum.
Buxurnar hans voru bættar og óhrein-
ar. Skyrtan var lítið betur á sig kom-
in. Hann hafði ljóst hár og kringlótt,
sakleysislegt andlit. Nefið var dálítið
hátt að framan, en augun voru greind-
arleg.
Hann leit spyrjandi á mig og mældi
mig með augunum frá toppi til táar.
„Ert þú nýi kennarinn?‘ spurði hann
loks.
„Já, þú getur rétt til,“ sagði ég og
brosti. Hann var svo hreinskilinn og
blátt áfram, þessi litli maður.
„Ertu mjög strangur? Gefurðu börn-
unum löðrunga?“ spurði hann blátt
áfram.
„Nei, ekki ef þau eru þæg og góð,“
sagði ég. „En hvers vegna spyrð þú
að því?“
„Gamli kennarinn bæði barði og hár-
reitti,“ sagði hann. „Það voru allir
hræddir við hann.“
„Það var nú ekki gott,“ sagði ég.
„En hefur þú verið lengi í skóla?“
„Eg á að byrja í haust.“
„Heldurðu, að ég verði eitthvað
betri? ‘
„Þú lítur nú ekki illa út,“ sagði hann
og mældi mig enn með augunum.
„Þú hefur gleymt að segja mér, hvað
þú heitir,“ sagði ég.
„Veiztu það ekki? Ég heiti Auðun
og er sjö ára gamall í haust. Við erum
ellefu, systkinin. Eg á heima þarna norð-
an við nesið. Sumir bræður mínir eru
orðnir fullorðnir. Ég er tvíburi og á
systur, sem er jafngömul mér.“
„Þetta var nú svei mér nokkuð mikið
sagt í einu. Þú ert skýrleiksdrengur. Ég
ætla að búa á Strönd. Þú getur kannski
sagt mér ,hvar sá bær er?“
„Já, það er hérna rétt framundan.
184 VORIÐ