Vorið - 01.12.1968, Síða 43
Komdu bara með mér.“ Hann var góð'-
ur leiðsögumaður. Ég hefði ekki getað
fengið annan betri.
Við urðum vinir þennan dag og vor-
um það ætíð síðan. Hann var kannski
ekki meðal þeirra duglegustu í skólan-
um, en þegar út fyrir dyr skólans kom,
reyndist hamn alltaf vera leiðandi kraft-
ur. Það var alveg ótrúlegt, hvað hann
gat fundið upp margt skemmtilegt.
Hann fylgdist vel með í kennslustund-
um og gat komið með spurningar, sem
báru vott urn, að hann hugsaði meira
en önnur börn. Eitt kvöld, þegar ég var
aleinn. í herbergi rnínu, var drepið á
dyr mínar, og Auðun litli kemur inn
á gólfið. Ég var að skrifa á ritvél, og
það þótti honum einkennilegt. Hann
langaði sjálfan til að reyna. Og þegar
hann gat skrifað nokkra bókstafi, varð
hann afar hreykinn og sagði:
„Þegar ég verð stór, ætla ég að læra
að skrifa á ritvél.“
„Þú ætlar kannski að fara í verzlun-
arskóla?“ sagði ég.
„Hvað getur maður orðið, ef maður
fer í verzlunarskóla?" spurði hann.
„Þú getur orðið skrifstofumaður,
kaupmaður eða eitthvað svoleiðis.4
„Það gæti verið gaman,“ sagði hann.
„En það er nú samt dálítið annað, sem
mig langar til að verða. En ég þori
ekki að segja það.“
„Nei, ef þú ekki vilt segja það, skaltu
ekki gera það.“
„Jú, annaris, — mig langar til að
verða kennari,“ sagði hann með hvísl-
andi rödd.
„Það er stórt takmark, en ef þú verð-
ur duglegur, getur þú kannski náð því,“
sagði ég.
„Það kostar sjálfsagt mikla peninga
að verða kennari,“ sagði hann.
„Já, það verður nokkuð dýrt, en þú
þarft ekki að fara að hugsa um það
fyrr en seinna. Það verða áreiðanlega
einhver ráð með það á sínum tíma.“
Það leit út fyrir, að hann væri ánægð-
ur með þetta svar, svo að hann spurði
ekki meira um þetta. Þetta var á stríðs-
árunum, og við, sem bjuggum úti í
hafi fengum að reyna sitt af hvoru.
Sérstaklega voru óhugnanlegar minn-
ingarnar um allt það, sem rak á fjör-
urnar rétt við bæjardyr okkar.
Dag einn, þegar ég var að fara heim
til hádegisverðar, voru skólabörnin öll
horfin. Ég sá aðeins nokkur börn á
hamrinum niður við sjóinn. Það rann
kalt vatn milli skinns og hörunds á
mér, því að það var nokkuð algengt,
að þarna ræki sprengjur og iundurdufl.
Ég gleymdi hádegismatnum og hljóp
á eftir börnunum. Þegar ég nálgaðist
þau, kom ég auga á lítinn hlut, sem ]á
í fjörunni. Nokkrir drengir voru í þann
veginn að taka hann upp.
„Komið samstundis og snertið hann
ekki!“ kallaði ég. Það var sprengja,
sem drengirnir héldu á. En börnin
hlýddu kalli rnínu samstundis. Ég bað
þau að leita sér samstundis skjóls þar,
sem þau væru óhult, ef illa færi.
Það var talsvert langur spölur heim
að skólahúsinu.
Eini maðurinn, sem stóð á bersvæði,
var ég. Ég hafði gleymt að hugsa um
sjálfan mig. Allt í einu sprakk sprengj-
VORIÐ 185